Gagnrýnd fyrir flutning á vinsælu jólalagi

Tónlistarkonan Camila Cabello hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir flutning sinn …
Tónlistarkonan Camila Cabello hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir flutning sinn á laginu I'll Be Home For Christmas. AFP

Síðustu vikur hafa myndbönd af tónlistarkonunni Camilu Cabello farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem sumir netverjar virðist allt annað en sáttir með framburð hennar á orðinu „christmas“ eða „jólin“ í laginu I'll Be Home For Christmas. 

Myndbandið sem um ræðir er frá flutningi Cabello í Hvíta húsinu á síðasta ári, en netverjar hafa haft mikið fyrir því að láta hana vita að framburður hennar á orðinu „christmas“ sé ekki „réttur“. Ben Finer birti á dögunum brot úr flutninginum á TikTok-reikningi sínum sem hefur þegar fengið yfir 19 milljónir áhorfa. 

Svarar gagnrýninni með húmor

Söngkonan var ekki lengi að svara gagnrýninni og birti fyndið myndband á TikTok-reikningi sínum þar sem hún setti upp leikþátt. Í myndbandinu þykist hún fara yfir framburðinn með sjálfri sér áður en hún flutti lagið. „Ég áður en ég tók upp útgáfu mína af I'll Be Home For Christmas (quismos),“ skrifaði hún við myndskeiðið. 

Myndskeiðið hefur þegar vakið mikla lukku meðal netverja og hefur fengið yfir 12 milljónir áhorfa. 

@camilacabello

me before recording my version of I’ll be home for christmas (quismois)

♬ original sound - Camila Cabello
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant