Breska konungsfjölskyldan við suðupunkt

Katrín prinsessa af Wales, Vilhjálmur Bretaprins, Harry Bretaprins og Meghan …
Katrín prinsessa af Wales, Vilhjálmur Bretaprins, Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja af Sussex. AFP

Harry Bretaprins segir starfsfólk bresku konungsfjölskyldunnar hafa litið á eiginkonu sína, Meghan hertogaynju, sem framandi veru þegar hún giftist inn í fjölskylduna. Þetta kemur fram í heimildarþáttum þeirra hjóna um sjálf sig.

Seinni þrír þættirnir komu út á Netflix í dag og virðist allt ætla að sjóða upp úr hjá bresku konungsfjölskyldunni um þessar mundir.

Eins og mbl.is hefur greint frá undanfarna daga saka Harry og Meghan fjölskylduna um að hafa komið fölskum sögum í fjölmiðla um þau og einnig að fjölskyldan hafi logið fyrir Vilhjálm Bretaprins, bróður Harrys, að fjölmiðlum.

Þau hafi aftur á móti ekki verið tilbúin til að segja sannleikann til að vernda Harry og Meghan. 

Vinsældir Harry og Meghan truflun

Harry segir í þáttunum að hann og Meghan hafi verið betri í að sinna skyldum sínum fyrir bresku konungsfjölskylduna heldur en bróðir sinn og mágkona, Katrín prinsessa. Það hafi valdið núningi og segir Harry að þau Meghan hafi verið sökuð um að stela sviðsljósinu af ríkisarfanum Vilhjálmi. 

Hann segir konungsfjölskylduna ekki hafa verið hrifna af því hversu vinsæl þau Meghan hafi orðið, og að fjallað væri um Meghan eins og konunglega rokkstjörnu eftir brúðkaupið árið 2018. 

Líkti hann eiginkonu sinni við móður sína, Díönu prinsessu af Wales, og sagði að henni hefði verið bolað út úr fjölskyldunni af sömu ástæðu, þær væru of vinsælar.

Myndin er tekin á síðasta opinbera viðburði Harry og Meghan …
Myndin er tekin á síðasta opinbera viðburði Harry og Meghan áður en þau fluttu til Bandaríkjanna. AFP

Drottningin hafi verið yndisleg

Hjónin minnast ömmu Harrys, Elísabetar II. Bretadrottningar, með hlýhug. Segir Meghan frá því hvernig það hafi verið þegar þær fóru í fyrsta skipti tvær saman á viðburð. Að hennar sögn gekk það mjög vel.

Harry segir hins vegar frá því hvernig fjölskyldan hafi komið í veg fyrir að hann og amma hans gætu rætt málin almennilega áður en hann og Meghan ákváðu að stíga til hliðar. Þá hafi hún talað beint við hann og boðið honum til sveitasetursins Sandringham. 

Síðar hafi hann fengið símhringingu frá höllinni þar sem honum var tjáð að hún yrði upptekin og hann mætti ekki koma. Þá hafi hann hringt beint í ömmu sína og hún hafi sagt: „Mér er sagt að ég verði upptekin alla þessa viku.“

Meghan og Harry minnast drottningarinnar með hlýhug.
Meghan og Harry minnast drottningarinnar með hlýhug. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson