ABBA-lagið sem greiðir fyrir menntun

Sænska sveitin ABBA lætur gott af sér leiða.
Sænska sveitin ABBA lætur gott af sér leiða.

Hljómsveitin ABBA hefur aldrei fengið krónu fyrir eitt sitt vinsælasta lag, Chiquitita. Lagið hefur þó selst í milljónum eintaka undanfarna fjóra áratugi og verið spilað um allan heim. Ástæðan er sú að hljómsveitin gaf Unicef réttinn að laginu og er hagnaðurinn af sölu þess notaður til þess að fjármagna menntun stúlkna í Gvatemala.

„Það hefur komið inn mikill peningur í gegnum árin því Chiquitita hefur verið spilað og streymt, og við höfum selt fjölda platna. Þannig ég er mjög ánægður með það,“ sagði Björn Ulvaeus í viðtali við BBC.

Lagið var samið fyrir Unicef árið 1979, sem var ár barnsins hjá samtökunum. Chiquitita þýðir lítil stúlka á spænsku, en lagið var einmitt fyrsta lagið sem hljómsveitin sænska tók upp á spænsku.

Ulvaeus segir það hafa alltaf verið skýrt hvað hljómsveitin vildi að gert yrði með peninginn. „Ég tel það mikilvægasta sem hægt sé að gera í heiminum er að valdefla ungar konur og stúlkur. Það breytir heiminum okkar. Það er svo sorglegt að það séu menningarheimar og trúarbrögð um heiminn sem gefa stúlkum ekki jöfn tækifæri á við drengi. Þannig við sögðum strax við Unicef að við vildum að peningurinn væri notaður í það,“ sagði Ulvaeus.

Meðal þeirra sem notið hafa góðs af sölu Chiquitita eru stúlkur sem Asemssociation of Friends of Development and Peace (ADP) í La Tinta í Gvatemala hjálpa. La Tinta er í Alta Verapaz sem er eitt fátækasta svæðið í landinu en ADP eru ein elstu góðgerðarsamtökin sem starfa þar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler