Tíu lög keppast um að komast til Liverpool

Systur unnu Söngvakeppni sjónvarpsins á síðasta ári.
Systur unnu Söngvakeppni sjónvarpsins á síðasta ári. Ljósmynd/EBU

Tíu lög voru valin til að taka þátt í Söngvakeppninni 2023 og keppast um að verða framlag Íslands í Eurovision sem fram fer í Liverpool í maí. 137 sóttu um og hefur valnefnd skipuð fulltrúum frá FÍH, FTT og RÚV valið sex lög.

Eins og síðustu ár var einnig leitað til valinna höfunda til að taka þátt og verða þeir fjórir í ár. Nú hafa öll lögin tíu fengið flytjendur, búið er að taka þau upp og æfingar á atriðunum standa nú yfir.

Teymið fullskipað

Kynnar keppninnar í ár verða þau Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona og Sigurður Þorri Gunnarsson útvarpsmaður og tónlistarstjóri Rásar 2. Ragnhildur er Söngvakeppnisaðdáendum að góðu kunn en Unnsteinn Manuel og Sigurður Þorri, eða Siggi Gunnars eins og hann er kallaður, þreyja nú frumraun sína sem kynnar í Söngvakeppninni.

Lee Proud er leikstjóri og danshöfundur atriða, Kristjana Stefánsdóttir er tónlistarstjóri og sér m.a. um raddþjálfun og tónlistarráðgjöf, Anna Clausen verður stílisti keppninnar og Make up stúdíó Hörpu Kára sér um hár og förðun. Myndmeistari verður Björn Helgason, yfirumsjón með hljóði hefur Gísli Kjaran og fyrirtækið Luxor annast mynd- ljós- og sviðshönnun. Upptökustjórn verður í höndum þeirra Salóme Þorkelsdóttur og Þórs Freyssonar.

Framkvæmdastjórn keppninnar skipa þau Rúnar Freyr Gíslason, Björg Magnúsdóttir, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Salóme Þorkelsdóttir og Gísli Berg.

Mikil dagskrá framundan

Lögin tíu, höfundar og flytjendur verða afhjúpuð og kynnt í sjónvarpsþættinum Lögin í Söngvakeppninni á RÚV næsta laugardagskvöld. Eftir þáttinn verður hægt að hlusta á lögin á songvakeppnin.is og þar verða líka textar laganna, upplýsingar um höfunda og flytjendur og fleira. Lögin verða einnig gefin út á Spotify sama kvöld. 11. febrúar verður nokkurskonar upphitun fyrir keppnina, þar sem áhorfendur kynnast keppendum betur í þættinum #12 stig.

Keppnin sjálf hefst svo í beinni útsendingu laugardaginn 18. febrúar og fer hún fram Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi. 18. febrúar verða fyrri undanúrslitin en þá keppa fyrri fimm lögin og tvö komast áfram á úrslitakvöldið. 25. febrúar verða svo seinni undanúrslit en þá keppa seinni fimm lögin og tvö komast áfram. Þá verða fjögur lög komin áfram í úrslitin en framkvæmdastjórn keppninnar áskilur sér rétt til að senda „Eitt lag enn“ í úrslitin. Það verða því fjögur eða fimm lög sem keppa á úrslitakvöldinu 4. mars.

Miðasalan hefst 1. febrúar

Venju samkvæmt verður mikið um dýrðir á öllum viðburðunum, m.a. hin ýmsu skemmtiatriði og á generalprufunni og úrslitakvöldinu stíga erlendar Eurovision-stjörnur á svið. Miðasala á undanúrslitakvöldin 18. og 25. febrúar, generalprufuna 3. mars og á úrslitakvöldið 4. mars hefst kl. 12.00 miðvikudaginn 1. febrúar á tix.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler