Úkraínu aftur spáð sigri

Úkraínu er spáð sigri annað árið í röð.
Úkraínu er spáð sigri annað árið í röð. AFP

Veðbönkum ber saman um að Úkraína fari aftur með sigur af hólmi í Eurovision-söngvakeppninni í ár. Úkraína er langefst í samantekt Eurovision World yfir stöðuna í helstu veðbönkum heims. Úkraína, sem vann á síðasta ári, er nú þegar búið að velja framlag sitt, lagið Heart of Steel sem Tvorchi flytur.

Svíþjóð er í öðru sæti og Finnland því þriðja. Finnar og Svíar eru þó ekki búnir að velja framlag sitt til keppninnar í ár.

Úkraínu var spáð sigri í Eurovision á síðasta ári eftir að Rússar réðust inn í landið í lok febrúar. Spáin hélt þrátt fyrir að líkur á breskum eða sænskum sigri hafi aukist eftir því sem nær dró keppni.

Gert var opinbert um helgina hvaða tíu lög munu keppast um að verða fulltrúar Íslands en við það hrapaði Ísland niður úr 21. sæti í það 26. Fæst ríkjanna sem taka þátt í Eurovision hafa valið framlag sitt til keppninnar í ár en það verður ljóst 4. mars næstkomandi hver fulltrúi Íslands verður.

Eurovision-söngvakeppnin fer fram í Liverpool dagana 9., 11. og 13. maí. Ísland er í fyrri hluta seinna undankvöldið, 11. maí. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant