Skaut föstum skotum að félaga sínum

Upprunlega þjálfarateymi The Voice, Blake Shelton, Christina Aguilera, Cee Lo …
Upprunlega þjálfarateymi The Voice, Blake Shelton, Christina Aguilera, Cee Lo Green og Adam Levine. Ljósmynd/The Voice

Bandaríski sveitasöngvarinn Blake Shelton tilkynnti í október á síðasta ári að hann myndi yfirgefa eldrauða sætið sitt í vinsælu raunveruleikaþáttunum, The Voice.

Félagi Shelton, Adam Levine, var spurður á rauða dregli Óskarsverðlaunanna hvernig honum litist á brottför vinar síns. Maroon 5 forsprakkinn var fljótur að grípa tækifærið og sagði spaugilega „það er kominn tími til.“

Levine og Shelton voru þekktir fyrir gamansama ágreininga á meðan þeir sinntu dómaraskyldum sínum og mörgum þótti því gaman að sjá Levine sýna gamla takta á dreglinum.

Kveður eftir 23 þáttaraðir og níu sigra

Shelton hefur setið í snúningssætinu frá upphafi, eða síðan þættirnir voru frumsýndir árið 2011, og er hann sá eini eftir af upprunalegu dómurunum. 

Bæði Shelton og Levine voru hluti af upprunalega dómarateyminu ásamt Christinu Aguilera og Cee Lo Green.

Levine yfirgaf dómarasætið árið 2019 og hefur Blake sinnt hlutverkinu ásamt mörgum af þekktustu tónlistarmönnum heims í gegnum árin og má þar nefna Kelly Clarkson, Ariönu Grande og John Legend. 

Shelton opinberaði um brottför sína á Instagram en þar sagðist hann vera búinn að velta þessu fyrir sér í nokkurn tíma og að hann sé tilbúinn að hverfa frá eftir 23 þáttaraðir og níu sigra. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson