Hatari kynnir stig Íslands

Einar Stefánsson mun kynna stig Íslands.
Einar Stefánsson mun kynna stig Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarmaðurinn Einar Stefánsson, liðsmaður sveitarinnar Hatara, verður stigakynnir Íslands í Eurovision í ár. 

Einar var fulltrúi Íslands, ásamt hljómsveitinni Hatara, í Eurovision í Ísrael árið 2019. 

Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins segir að samningaviðræðurnar við Svikamyllu ehf. móðurfyrirtæki Hatara, hafi tekið langan tíma.

„Þetta var erfið fæðing en við náðum að endanum samkomulagi við stjórn Svikamyllu ehf. Við getum ekkert annað en að vona það besta fyrir kvöldið,“ segir Rúnar í tilkynningu. 

Úrslit Eurovision eru á morgun, laugardag, og hefst keppnin klukkan 19. mbl.is er á staðnum og verður með beina lýsingu frá keppninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson