Prinsessan horfin af samfélagsmiðlum

Charlene prinsessa er hætt á samfélagsmiðlum og er sögð búa …
Charlene prinsessa er hætt á samfélagsmiðlum og er sögð búa í Sviss fjarri eiginmanninum. AFP

Búið er að eyða Instagram-reikningi Charlene prinsessu af Mónakó. Hún hefur haldið úti þessum reikningi í þónokkurn tíma og verið dugleg að birta myndir af sér og fjölskyldunni við ýmis tækifæri. Prinsessan var með 462 þúsund fylgjendur. 

Í sumar hafði hún þó ekki verið virk á samfélagsmiðlum og lét það tækifæri til dæmis fram hjá sér fara að minnast brúðkaupsafmælis þeirra hjóna eins og hún var vön að gera. Nú hefur reikningnum verið eytt án útskýringa. 

Erlendir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um líf prinsessunnar upp á síðkastið. Hávær orðrómur hefur verið um að hjónabandið standi á brauðfótum og í sumar hafa franskir og þýskir fjölmiðlar haldið því fram að Charlene prinsessa búi nú í Sviss og heimsæki aðeins eiginmann sinn til þess að taka þátt í opinberum viðburðum. Hjónabandið er sagt aðeins upp á punt en að þau séu hins vegar staðráðin í því að ala börnin upp í sameiningu. Þau vörðu til dæmis sumarfríinu saman um borð í lúxussnekkju í sumar ásamt tvíburunum sínum. 

Konungshöllin hefur alltaf neitað staðfastlega öllum orðrómi um að skilnaður sé í vændum. Hins vegar hefur sést til Charlene án giftingarhringsins. 

Þá segja sögur að Albert fursti hafi greitt Charlene prinsessu háar fjárhæðir til þess að gegna starfi eiginkonu sinnar. Það er skiljanlegt en Charlene prinsessa er eflaust það áhugaverðasta við Mónakó höllina um þessar mundir. Hún viðheldur áhuga fjölmiðla á annars lítt spennandi konungsríki og það munar um minna.

Charlene prinsessa af Mónakó þykir alltaf glæsileg til fara. Stíll …
Charlene prinsessa af Mónakó þykir alltaf glæsileg til fara. Stíll hennar er bæði stílhreinn og klassískur en kemur líka alltaf örlítið á óvart. Skjáskot/Instagram
Börnin eru í fyrirrúmi hjá hjónunum og virðast njóta góðs …
Börnin eru í fyrirrúmi hjá hjónunum og virðast njóta góðs atlætis. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson