Vinir Aniston áhyggjufullir eftir fráfall Perry

Aniston og Perry voru miklir vinir.
Aniston og Perry voru miklir vinir. Samsett mynd

Vinir bandarísku leikkonunnar Jennifer Aniston hafa verulegar áhyggjur af henni í kjölfar fráfalls Matthew Perry, en hún tók fregnunum af andláti leikarans afar illa. Aniston var viðstödd jarðarför Perry í Los Angeles á föstudag ásamt meðleikurum þeirra beggja, úr Friends, Courtney Cox, Lisu Kudrow, Matt LeBlanc og David Schwimmer. 

„Aniston á í mestum erfiðleikum,“ sagði heimildarmaður Page Six. „Þetta er annað áfallið sem dynur á henni á stuttum tíma, en það styttist í eins árs dánarafmæli föður hennar. Hún er enn að vinna sig í gegnum þann mikla sársauka og missi.“

Faðir Aniston, leikarinn John Aniston, var vel þekktur í Bandaríkjunum, en hann fór með burðarhlutverk í sápuóperunni Days of Our Lives í heil 37 ár. Hann lést í nóvember á síðasta ári, 89 ára gamall. Leikkonan greindi frá andláti föður hennar á Instagram. 

Hafði miklar áhyggjur af Perry

Perry sagði frá því í endurminningum sínum, Friends, Lovers and the Big Terrible Thing, að Aniston hefði verið dugleg að hafa samband í gegnum árin, en að hún hefði einnig verið mjög áhyggjufull af honum og ítrekað reynt að hjálpa honum út úr vítahring pillufíknar. Perry viðurkenndi sömuleiðis að hann hafi verið hug­fang­inn af Aniston við upptökur NBC-gamanþáttanna.

Aniston hefur ekkert birt á samfélagsmiðlum frá andláti Perry, en leikarar Friends gáfu frá sér sameiginlega yfirlýsingu örfáum dögum eftir andlátið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren