Pétur Óskar með stórt hlutverk í þýskri þáttaröð

Það verður gaman að fylgjast með leikferli Péturs Óskars.
Það verður gaman að fylgjast með leikferli Péturs Óskars. Samsett mynd

Íslenski leikarinn Pétur Óskar Sigurðsson fer með eitt af aðalhlutverkunum í þýsku þáttaröðinni Tatort: Borowski und der Wiedergänger. Þátturinn er með þeim vinsælustu í Þýskalandi.

Pétur Óskar hefur átt mikilli velgengni að fagna að undanförnu í Þýskalandi, en nýverið kláraði hann tökur á sjónvarpsþættinum Hagen.

Tatort: Borowski und der Wiedergänger er 90 mínútna langur sjónvarpsþáttur og líkari kvikmynd í fullri lengd. Hann verður frumsýndur 3. mars næstkomandi á ARD sjónvarpsstöðinni í Þýskalandi. Hátt í tíu milljónir horfa að jafnaði á þáttinn.

Pétur Óskar hefur hlotið mikið lof fyrir frábæra frammistöðu sína. Hann fer með hlutverk heillandi en dularfulls kvennabósa sem giftist inn í vel stæða efri stéttar fjölskyldu í Kiel. Karakter hans mætir fyrirlitningu fyrir nýju tengdafjölskyldu sinni.

Ásamt Pétri Óskari fara þau Axel Milberg, Almila Bagriacik og Cordelia Wege, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þýsku sjónvarpsþáttunum DARK, með aðalhlutverk.

Tatort: Borowski und der Wiedergänger

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson