Eðla nefnd eftir Íslandsvini

Enyalioides dickinsoni er huggulegasta kvikindi.
Enyalioides dickinsoni er huggulegasta kvikindi. AFP

Eðlutegund sem nýlega var uppgötvuð í Perú hefur verið nefnd eftir Íslandsvininum Bruce Dickinson, Enyalioides dickinsoni. Vísindamennirnir voru á einu máli um þetta, að því er stofnun sem heldur utan um verndarsvæði í landinu skýrði frá. 

Bruce Dickinson er þekktastur sem söngvari breska málmbandsins Iron Maiden en hann vann um tíma sem flugmaður hjá flugfélaginu Astraeus sem flaug fyrir Iceland sáluga Express og varði þá talsverðum tíma hér á landi.

Þess utan hefur Iron Maiden troðið tvívegis upp á Íslandi og fyrir nokkrum árum var Dickinson með uppistand í Hörpu. 

​Bruce Dickinson skilur alla jafna allt eftir á sviðinu.
​Bruce Dickinson skilur alla jafna allt eftir á sviðinu. AFP/Torben Christensen

Áhyggjur af þróun mála

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dýrategund er nefnd í höfuðið á Dickinson en árið 2019 nefndi líffræðingurinn Christina Rheims áður óþekkta kóngulóartegund eftir kappanum, Extraordinarius bruceinkinsoni. Hana má finna í Mið- og Suður-Ameríku en tegundin er hluti af ættkvísl kóngulóa sem Rheims uppgötvaði.

Rheims hefur mikið dálæti á málmi en ekki fylgdi sögunni hvort sama máli gegnir um kollega hennar í Perú. Það er þó líklegra en hitt. Nema þá að þeir hafi á sinni tíð flogið með Iceland Express. Og líkað það vel.

Fjallað er um Bruce Dickinson og áhyggjur hans af þróun mála í tónlistarheiminum í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson