Moon Unit og dalastelpan

Frank Zappa með gítar í höndum.
Frank Zappa með gítar í höndum. Ljósmynd/The Picture Desk

Moon Unit Zappa, dóttir Franks Zappa, lýsir uppvexti sínum í nýrri bók, sem heitir Earth to Moon eða Jörð kallar tungl.

Í bókinni lýsir hún því þegar hún ýtti bréfi undir dyrnar á hljóðverinu hjá föður sínum til þess að ná sambandi við hann. „Hæ pabbi! Ég er þrettán ára. Ég heiti Moon. Hingað til hef ég reynt að vera ekki fyrir þegar þú ert að taka upp. En nú hef ég komist að þeirri niðurstöðu að mig langar að syngja með þér á nýju plötunni þinni. Ég er með nokkuð fína rödd.“

Þetta var eina leiðin fyrir hana til að komast að föðurnum, sem hún elskaði og dáði.

Moon Unit Zappa hefur gefið út endurminningar þar sem hún …
Moon Unit Zappa hefur gefið út endurminningar þar sem hún lýsir uppvexti sínum og erfiðu sambandi við föður sinn. AFP/Mark Mainz

 

Nokkru síðar – þetta var sumarið 1982 – vakti pabbi hennar hana um miðja nótt og sagði: „Mig langar að gera lag með þér.“

Í áðurnefndu bréfi til föður síns hafði Moon Unit sagt að hún vildi nota Encino-hreiminn sinn fyrir hann. Encino nefnist hverfið sem hún gekk í skóla í Los Angeles. Hún vildi tala eins og stelpurnar í skólanum hennar.

Hann sagði henni að tala með þessari skrítnu rödd og hún varð við því. „Ég ýkti hvernig stelpurnar í skólanum töluðu og ímyndaði mér bara um hvað þær hefðu talað ...“

Frank Zappa lét hana síðan hlusta á hráa upptöku af laginu og faðmaði hana að sér. „Þetta tók bara örskotsstund. Svo var ég komin aftur upp í rúm og óskaði mér að við hefðum getað haldið áfram að taka upp og faðmlagið hefði varað að eilífu.“

Moon Unit var aðeins 14 ára þegar lagið Valley Girl kom út. Lagið fór í 32. sæti bandaríska vinsældalistans og reyndist eina lag hans, sem komst ofar en í 40. sæti hans; eini smellurinn á ferli listamannsins.

Lagið átti að vera háð um unglingamenninguna í San Fernando-dal, en varð til þess að vekja forvitni og breiða út orðfæri stelpnanna í dalnum.

Sagt er frá bók Moon Unit Zappa í sunnudagsblaðinu.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen