Ósofin og gjörsamlega uppgefin

Hayden Panettiere.
Hayden Panettiere. AFP/Angela Weiss

Bandaríska leikkonan Hayden Panettiere tjáði sig í gærdag á Instagram um umdeilt viðtal hennar við tímaritið People.

Viðtalið vakti mikla athygli og umtal sökum þess að leikkonan var þvoglumælt og virtist vera undir áhrifum vímuefna í klippu sem deilt var á samfélagsmiðlasíðu tímaritsins.

Panettiere, best þekkt fyrir leik sinn í þáttaröðunum Heroes og Nashville, birti langa færslu á Instagram á sunnudag þar sem hún sagðist hafa verið ósofin og gjörsamlega uppgefin þegar hún settist niður með blaðamanni People.

„Það er óskiljanlegt að ég skuli vera í þessari stöðu, en mér finnst ég vera neydd til að tjá mig um þetta og í rými þar sem ég verð ekki gagnrýnd fyrir hversu hratt eða hægt ég tala. Ég hafði ekki sofið í tvo heila daga vegna eins hundsins míns sem var að jafna sig eftir bráðaaðgerð,“ skrifaði Panettiere meðal annars á Instagram.

„Það kemur engum við“

Panettiere neitar því ekki að hafa verið undir áhrifum lyfja en viðurkennir að allt hafi verið gert til þess að sýna hana í röngu ljósi. 

„Sorgin lítur öðruvísi út hjá okkur öllum. Það kemur engum við hvort ég sé á lyfjum eða ekki. Það er á milli mín og læknisins míns,“ skrifaði leikkonan einnig. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen