Komu samnemendum sínum skemmtilega á óvart

Berglind, Armandas og Arnór Kári stilltu sér upp fyrir framan …
Berglind, Armandas og Arnór Kári stilltu sér upp fyrir framan listaverkið. Ljósmynd/Úr einkasafni

Það var fögur sjón sem blasti við nemendum og starfsfólki Fellaskóla í upphafi haustannarinnar. 

Listamaðurinn Arnór Kári Egilsson var fenginn til þess að gera litríkt vegglistaverk á auðan vegg í anddyri skólans og vann hörðum höndum ásamt tveimur hæfileikaríkum nemendum Fellaskóla, þeim Berglindi og Armandas, á meðan samnemendur þeirra og kennarar voru í sumarfríi.

Ævintýralegt vegglistaverk prýðir nú vegginn og tekur á móti öllum þeim sem ganga inn í skólann.

Vegglistaverk Fellaskóla.
Vegglistaverk Fellaskóla. Ljósmynd/Úr einkasafni

„Við erum svo ótrúlega ánægð með samvinnuna og það var alveg hreint dásamlegt að sjá Berglindi og Armandas vinna með Arnóri. Við vildum hafa eitthvað litríkt og skemmtilegt í anddyrinu til að taka á móti nemendum og gestum.

Það er ekki hægt að byrja skóladaginn betur en með bros á vör og það er svo sannarlega það sem verkið þeirra gerir, það færir gleði og maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt og skemmtilegt þegar maður staldrar við og horfir á það,“ segir Inga Björg Stefánsdóttir, deildarstjóri tónlistar og sköpunar í Fellaskóla og forgöngumaður verkefnisins.

Veggurinn áður en hann öðlaðist nýtt líf.
Veggurinn áður en hann öðlaðist nýtt líf. Ljósmynd/Úr einkasafni

„Áttu í engum vandræðum með að skapa fallegt vegglistaverk“

Arnór Kári hefur skreytt fjöldann allan af veggjum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og því er alls ekki ólíklegt að fólk hafi rekist á verk eftir listamanninn á ólíklegustu stöðum. 

Hann segir verkefnið í Fellaskóla hafa verið skemmtilegt og þá sérstaklega að vinna við hlið ungra og upprennandi listamanna.

Var alltaf planið að gera þetta með nemendum?

„Já, eiginlega. Ég ræddi við Ingu Björgu og við ákváðum í sameiningu að það væri sniðugt að ég myndi hitta nokkra nemendur skólans og sjá hvort það væri áhugi á meðal þeirra að taka þátt í sköpunarferlinu.“

Vegglistaverkið er litríkt og skemmtilegt og gleður alla sem ganga …
Vegglistaverkið er litríkt og skemmtilegt og gleður alla sem ganga þar fram hjá. Ljósmynd/Úr einkasafni

Arnór Kári segir Berglindi og Armandas hafa málað mikið fríhendis og sýnt mikla hæfileika. 

„Sko, ég kom með grófa skissu en undirstrikaði í gegnum ferlið að þetta væri þeirra listaverk og að þau mættu því leika lausum hala. Ég var þeim til halds og trausts en Berglind og Armandas eru bæði listhneigð og með ólíka styrkleika og áttu í engum vandræðum með að skapa fallegt vegglistaverk.“

Stolt og ánægð

Berglind og Armandas eru mjög stolt af vegglistaverkinu og sammála um að það sé gaman að mæta í skólann og sjá sköpunarverkið sem þau unnu hörðum höndum við að búa til í sumar. 

Hvernig hafa viðbrögð samnemenda verið?

„Nemendur hafa sýnt mjög góð viðbrögð en lítið verið að koma og tala við okkur. Vinir okkar hafa hrósað okkur og sagt kúl, flott og svoleiðis.“

Berglind og Armandas lögðu mikla vinnu í að skapa verkið.
Berglind og Armandas lögðu mikla vinnu í að skapa verkið. Ljósmynd/Úr einkasafni
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen