Halsey á spítala eftir slæmt flogakast

Halsey er komin heim eftir nokkurra daga dvöl á sjúkrahúsi.
Halsey er komin heim eftir nokkurra daga dvöl á sjúkrahúsi. Ljósmynd/AFP

Bandaríska söngkonan Ashley Nicolette Frangipane, best þekkt undir listamannsnafninu Halsey, er komin aftur heim eftir nokkurra daga dvöl á sjúkrahúsi. Söngkonan sem glímir við sjálfsofnæmissjúkdóminn rauða úlfa (e. lupus) fékk slæmt flogakast og var flutt með snatri á sjúkrahús.

Halsey deildi myndskeiði á Instagram-síðu sinni á miðvikudag þar sem hún liggur í sjúkrarúmi, tengd við ýmis tæki. Söngkonan óskaði fylgjendum sínum til hamingju með Late Bi Visibility-daginn ásamt unnusta sínum Avan Jogia.

Halsey svaraði einnig nokkrum spurningum frá aðdáendum, sem vildu vita um líðan söngkonunnar, á samfélagsmiðlasíðunni X, áður þekkt sem Twitter, og greindi frá því að hún væri komin heim. 

„Ég er komin heim af spítalanum. Ég fékk flog, mjög óhugnanlegt, mæli alls ekki með.“

View this post on Instagram

A post shared by halsey (@iamhalsey)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen