Kotb kveður skjáinn eftir 26 ár

Hoda Kotb er ein af vinsælustu sjónvarpskonum í heimi.
Hoda Kotb er ein af vinsælustu sjónvarpskonum í heimi. Skjáskot/Today.com

Bandaríska spjallþáttastjarnan Hoda Kotb tilkynnti fyrr í dag að hún hygðist láta af störfum sem þáttastjórnandi Today á næsta ári. Hún tjáði áhorfendum þetta við upptökur á hinum sívinsæla morgunþætti.  

Kotb hefur stýrt þættinum frá árinu 2007 en sjónvarpskonan hefur starfað fyrir NBC-sjónvarpsstöðina síðastliðin 26 ár og á orðið stóran aðdáendahóp. 

Kotb, sem fagnaði 60 ára afmæli sínu í ágúst, segist vilja eyða meiri tíma með börnunum sínum, en hún á tvær ættleiddar dætur. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen