Helgi Björns: Ég grét, ég á að vera rosalegur töffari en það fór í vaskinn

„Ég paraði Laufey Lín og Ármann saman því þau eru bæði mjög sterkir og flottir söngvarar en með ólíkar raddir,“ sagði Helgi Björns. Helgi er þjálfari Laufeyjar Línar Jónsdóttur og Ármanns Ingva Ármannssonar í The Voice og paraði þau saman í einvígum þáttanna.

„Mér finnst þetta vera áskorun fyrir þau bæði og mér finnst þau eiga jafn mikla möguleika.“ Helgi hefur líklega fljótlega farið að sjá eftir ákvörðun sinni um að senda þau saman í einvígi þar sem aðeins annað þeirra kæmist áfram, því fljótlega kom í ljós hversu góðir söngvarar þau bæði eru. „Af hverju gat ekki annaðhvort ykkar verið glatað?“ sagði Helgi við þau á æfingu.

Laufey og Ármann sungu lagið Will You Still Love Me Tomorrow í einvígunum en djúp rödd Laufeyjar í samblandi við háa rödd Ármanns kom einstaklega vel út.

„Ég er orðlaus, þið eruð bæði stórkostlegir söngvarar. Ég veit ekki hvað Helgi ætlar að gera. Þetta var eitt af mínum uppáhaldsatriðum síðan að keppnin byrjaði!“ sagði Svala Björgvins.

Innlifunin í flutningnum var mikil, svo mikil að svar Sölku Sólar við flutningnum var þetta: „Ég hélt í smástund að þið hefður orðið ástfangin á æfingatímabilinu. Svo leit ég á aldursmuninn, og ég vona ekki.“

 „Mér fannst þetta æðislegt hjá ykkur krakkar. Ég grét, ég á að vera rosalegur töffari, en það fór allt saman í vaskinn. Þetta var meiri háttar,“ sagði Helgi Björns þjálfari parsins og átti erfitt með að sleppa hendinni af þeim. „Mig langar að vinna með ykkur báðum áfram, ég meina það. Þið ættuð að syngja saman dúett. Við vindum okkur bara í það fljótlega ef þið eruð til.“

Helgi komst þó ekki hjá því að velja á milli, því aðeins annað þeirra gat haldið áfram keppni. „Þið eruð bæði frábærir söngvarar en svo ólíkir. En fallið svo vel saman, sem er yndislegt. Ég segi Laufey.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson