Íbúar þorps í Benua-sýslu í Nígeríu þurfa nú að finna sér nýjan töfralækni. Læknirinn, Ashi Terfa, dó þegar hann manaði viðskiptavin til að sannreyna sjálfur að töfragripur sem hann hafði útbúið handa honum og átti að bægja byssukúlum frá, virkaði.
Terfa setti gripinn um háls sér, lét viðskiptavininn, Umaa Akor, skjóta á sig. "Tilraunin reyndist banvæn fyrir töfralækninn," sagði talsmaður lögreglunnar.