Sagði nemendum að loftsteinn stefndi til jarðar

Breskur unglingakennari, sem vildi reyna að fá nemendur sína til þess að nýta skóladaginn til hins ýtrasta, sagði þeim að loftsteinn myndi lenda á jörðinni innan tíðar og að þau ættu öll að fara heim og kveðja fjölskyldur sínar.

Umræddur kennari, sem kennir í miðskóla í Manchester, áttaði sig ekki á áhrifum orða sinna fyrr en hún tók eftir því að margir unglinganna í bekknum voru farnir að gráta, að því er fram kom í blaðinu Sun.

Samkvæmt fréttinni, var kennarinn í sal með um 250 nemendum í St. Matthew's Roman Catholic High School.

Sagði kennarinn að hún flytti slæmar fréttar og sagði að loftsteinn myndi skella á jörðinni eftir 10 daga. Nemendur ættu að snúa heim og kveðja foreldra sína „í síðasta sinn.“

Margir nemendanna, sem eru á aldrinum 13-14 ára, brustu í grát við yfirlýsinguna. Kennarinn flýtti sér að útskýra að hún hefði aðeins viljað hvetja þau til þess að „nýta daginn.“

„Sum barnanna voru fullviss um að þau myndu deyja,“ sagði faðir eins barnsins í viðtali við blaðið. „Aðeins guð veit hvað þessi kennari hélt að hún væri að gera,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka