Túristar gerðu uppreisn gegn verslunarhópferð

Óeirðalögreglan í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Macau var kölluð út til þess að hafa hemil á 120 reiðum kínverskum túristum sem mómæltu harðlega ferðaáætlun stútfullri af verslunarferðum.

Að sögn Reuters stóðu um 24 lögreglumenn vopnaðir kylfum og skjöldum, frammi fyrir ferðamönnunum í næstum 5 klukkutíma, í aðal spilavítahverfi Macau. Ferðamennirnir börðust gegn lögreglunni, sem handtók 2 karlmenn og 3 konur og mótmæltu  því að fararstjórarnir hefðu farið með þau í of margar búðir og beitt þau þrýstingi til að versla í búðunum.

Deilan náði hámarki þegar hópurinn, sem var staddur á strönd í hvassviðri, fór að kvarta yfir kulda og fararstjórarnir neituðu að leyfa þeim að fara inn í rúturnar, sem áttu að standa læstar þar til ferðinni lauk.  Lögreglunni tókst á endanum að róa fólkið niður og sannfæra það um að fara á hótel sitt.

Macau, er eini staðurinn í Kína þar sem spilavíti eru leyfð.  Heimsóknir ferðamanna til Macau hafa tvöfaldast síðan árið 2003, þegar kínversk stjórnvöld losuðu um takmarkanir á ferðalögum hjá einstaklingum.  Í fyrra heimsóttu 22 milljónir manna Macau, sem var áður nýlenda Portúgala.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren