Íslendingar í álfabúningum?

Reykjavík á gamlárskvöld.
Reykjavík á gamlárskvöld. mbl.is/Kristinn

Á vefsíðu tímaritsins Yes Weekly í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eru nú taldir upp þeir 10 staðir þar sem best er að eyða áramótunum. Reykjavík er þar á meðal ásamt Times Square í New York, Rio de Janiero í Brasilíu, Amsterdam í Hollandi og fleiri heimsþekktum borgum.

Þegar lesin er lýsingin á því hvernig Íslendingar halda upp á gamlárskvöld læðist þó að íslenskum lesanda sá grunur, að ritstjórar Yes Weekly styðjist ekki við traustustu heimildir. Lýsingin er eftirfarandi:

„Það verður kalt á Íslandi á gamlárskvöld. Held ég. Er Ísland kaldi staðurinn? Það hlýtur að vera. Þeir kalla það Gamlarskrold og heimamenn fagna því með því að bjóða ferðamönnum inn á heimili sín, gefa þeim heitt að drekka, kveikja varðelda og  ærslast um í álfabúningum. Alveg eins og í Hringadróttinssögu. Í kaupbæti, ef himininn er heiður, er hægt að sjá norðurljós þegar klukkan slær 12."

Tíu bestu staðirnir á gamlárskvöld

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson