HB Grandi skoðar nú mögulega sölu á frystitogaranum Þerney, sem er í smíðum fyrir útgerðina á Spáni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, þar sem greint er frá minnkandi hagnaði fyrstu níu mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra.
HB Grandi skoðar nú mögulega sölu á frystitogaranum Þerney, sem er í smíðum fyrir útgerðina á Spáni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, þar sem greint er frá minnkandi hagnaði fyrstu níu mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra.
HB Grandi skoðar nú mögulega sölu á frystitogaranum Þerney, sem er í smíðum fyrir útgerðina á Spáni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, þar sem greint er frá minnkandi hagnaði fyrstu níu mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra.
Í skipastól útgerðarinnar voru átta skip í lok september síðastliðnum. Þegar hafa 200 mílur greint frá uppsögnum skipverja um borð í Helgu Maríu AK. Hefur framkvæmdastjóri HB Granda, Ægir Páll Friðbertsson, sagt að óvissa sé innan útgerðarinnar um hvað gera skuli við skipið.
Ár er síðan gamla Þerney sigldi áleiðis til Suður-Afríku, eftir að hafa verið seld þangað.
Í uppgjöri kemur fram að hagnaður HB Granda á þriðja fjórðungi 2018 nam 8,2 milljónum evra, eða tæpum 1,2 milljörðum íslenskra króna. Það er lækkun miðað við sama tíma á síðasta ári þegar hagnaður nam 11,6 milljónum evra, eða rúmlega 1,6 milljörðum króna.
Tekjur félagsins á fjórðungnum námu tæpum 50 milljónum evra, eða tæpum sjö milljörðum króna. Á sama tíma á síðasta ári voru tekjurnar talsvert hærri, eða 62 milljónir evra, um 8,8 milljarðar króna.
Heildareignir félagsins námu 533,4 milljónum evra í lok september 2018, sem jafngildir um 75,5 milljörðum króna. Eigið fé nam 258,7 milljónum evra, eða 36,6 milljörðum króna, og eiginfjárhlutfall í lok september var 48,5%, en var 51,6% í lok árs 2017.
Sé horft til fyrstu níu mánaða ársins var hagnaður félagsins 11,2 milljónir evra, eða 1,6 milljarðar króna, samanborið við 17,3 milljónir evra á sama tímabili á síðasta ári.
Rekstrartekjur á tímabilinu námu 149,2 milljónum evra samanborið við 158,8 milljónir árið áður.