HB Grandi skoðar sölu á Þerney

Endurnýjun skipaflotans | 30. nóvember 2018

HB Grandi skoðar sölu á Þerney

HB Grandi skoðar nú mögulega sölu á frystitogaranum Þerney, sem er í smíðum fyrir útgerðina á Spáni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, þar sem greint er frá minnkandi hagnaði fyrstu níu mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra.

HB Grandi skoðar sölu á Þerney

Endurnýjun skipaflotans | 30. nóvember 2018

Flotinn í höfn. Ár er síðan gamla Þerney sigldi áleiðis …
Flotinn í höfn. Ár er síðan gamla Þerney sigldi áleiðis til Suður-Afríku. mbl.is/Þröstur Njálsson

HB Grandi skoðar nú mögulega sölu á frystitogaranum Þerney, sem er í smíðum fyrir útgerðina á Spáni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, þar sem greint er frá minnkandi hagnaði fyrstu níu mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra.

HB Grandi skoðar nú mögulega sölu á frystitogaranum Þerney, sem er í smíðum fyrir útgerðina á Spáni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, þar sem greint er frá minnkandi hagnaði fyrstu níu mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra.

Í skipastól útgerðarinnar voru átta skip í lok september síðastliðnum. Þegar hafa 200 mílur greint frá uppsögnum skipverja um borð í Helgu Maríu AK. Hefur framkvæmdastjóri HB Granda, Ægir Páll Friðbertsson, sagt að óvissa sé inn­an út­gerðar­inn­ar um hvað gera skuli við skipið.

Ár er síðan gamla Þerney sigldi áleiðis til Suður-Afríku, eftir að hafa verið seld þangað.

Í uppgjöri kemur fram að hagnaður HB Granda á þriðja fjórðungi 2018 nam 8,2 milljónum evra, eða tæpum 1,2 milljörðum íslenskra króna. Það er lækkun miðað við sama tíma á síðasta ári þegar hagnaður nam 11,6 milljónum evra, eða rúmlega 1,6 milljörðum króna.

Tekjur félagsins á fjórðungnum námu tæpum 50 milljónum evra, eða tæpum sjö milljörðum króna. Á sama tíma á síðasta ári voru tekjurnar talsvert hærri, eða 62 milljónir evra, um 8,8 milljarðar króna.

Eiginfjárhlutfall lækkar

Heildareignir félagsins námu 533,4 milljónum evra í lok september 2018, sem jafngildir um 75,5 milljörðum króna. Eigið fé nam 258,7 milljónum evra, eða 36,6 milljörðum króna, og eiginfjárhlutfall í lok september var 48,5%, en var 51,6% í lok árs 2017.

Sé horft til fyrstu níu mánaða ársins var hagnaður félagsins 11,2 milljónir evra, eða 1,6 milljarðar króna, samanborið við 17,3 milljónir evra á sama tímabili á síðasta ári.

Rekstrartekjur á tímabilinu námu 149,2 milljónum evra samanborið við 158,8 milljónir árið áður.

mbl.is