Færri farþegar sem kaupa meira

Færri farþegar sem kaupa meira í flugstöð

Kaup hvers farþega á Keflavíkurflugvelli frá janúar til apríl í ár hafa aukist um 12% í búðum miðað við sama tímabil í fyrra og um 7% í veitingum. Heildarvelta innan haftasvæðis á flugstöðinni hefur aftur á móti dregist saman um 3,4% í búðum og um 7,5% í veitingum en farþegum hefur fækkað um 13% á milli ára á þessu tímabili.

Færri farþegar sem kaupa meira í flugstöð

Flugstöð Leifs Eiríkssonar | 22. maí 2019

Heildarveltan í flugstöðinni hefur dregist saman um 3,4% í búðum.
Heildarveltan í flugstöðinni hefur dregist saman um 3,4% í búðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kaup hvers farþega á Keflavíkurflugvelli frá janúar til apríl í ár hafa aukist um 12% í búðum miðað við sama tímabil í fyrra og um 7% í veitingum. Heildarvelta innan haftasvæðis á flugstöðinni hefur aftur á móti dregist saman um 3,4% í búðum og um 7,5% í veitingum en farþegum hefur fækkað um 13% á milli ára á þessu tímabili.

Kaup hvers farþega á Keflavíkurflugvelli frá janúar til apríl í ár hafa aukist um 12% í búðum miðað við sama tímabil í fyrra og um 7% í veitingum. Heildarvelta innan haftasvæðis á flugstöðinni hefur aftur á móti dregist saman um 3,4% í búðum og um 7,5% í veitingum en farþegum hefur fækkað um 13% á milli ára á þessu tímabili.

Að sögn Gunnhildar Erlu Vilbergsdóttur, deildarstjóra viðskipta Keflavíkurflugvallar, má annars vegar rekja ástæðu þessarar auknu verslunar einstakra farþega til færri tengifarþega sem almennt eyða minna í verslun. Hins vegar megi rekja hana til bættrar þjónustu og fækkunar farþega í flugstöðinni, meðal annars vegna gjaldþrots WOW air. Að sögn Gunnhildar skiptir heildarupplifun farþega í flugstöðinni máli þegar kemur að verslun á flugvellinum.

mbl.is