Hætta á einangrun tvítyngdra barna

Skóli fyrir alla? | 21. september 2019

Hætta á einangrun tvítyngdra barna

Öll börn eiga að geta lesið sér til gagns við lok grunnskólans er meginmarkmið þjóðarsáttmála sem var undirritaður af menntamálaráðherra, fulltrúum sveitarfélaga og hagsmunaaðila fyrir fjórum árum. Þjóðarsáttmálinn er hluti af aðgerðaáætlun sem unnin var í kjölfar Hvítbókar mennta- og menningarmálaráðherra um umbætur í menntun. Stefnt var að því að 90% grunnskólanemenda næðu lágmarksviðmiðum í lestri fyrir árslok 2018.

Hætta á einangrun tvítyngdra barna

Skóli fyrir alla? | 21. september 2019

Dr. Elín Þöll Þórðardóttir, pró­fess­or í tal­meina­fræði við McG­ill-há­skól­ann í …
Dr. Elín Þöll Þórðardóttir, pró­fess­or í tal­meina­fræði við McG­ill-há­skól­ann í Montreal í Kan­ada, segir að til að eiga mögu­leika á að til­einka sér íslensku þurfi tví­tyngd börn að verja 50% af vöku­tíma sín­um í ís­lensku mál­um­hverfi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Öll börn eiga að geta lesið sér til gagns við lok grunnskólans er meginmarkmið þjóðarsáttmála sem var undirritaður af menntamálaráðherra, fulltrúum sveitarfélaga og hagsmunaaðila fyrir fjórum árum. Þjóðarsáttmálinn er hluti af aðgerðaáætlun sem unnin var í kjölfar Hvítbókar mennta- og menningarmálaráðherra um umbætur í menntun. Stefnt var að því að 90% grunnskólanemenda næðu lágmarksviðmiðum í lestri fyrir árslok 2018.

Öll börn eiga að geta lesið sér til gagns við lok grunnskólans er meginmarkmið þjóðarsáttmála sem var undirritaður af menntamálaráðherra, fulltrúum sveitarfélaga og hagsmunaaðila fyrir fjórum árum. Þjóðarsáttmálinn er hluti af aðgerðaáætlun sem unnin var í kjölfar Hvítbókar mennta- og menningarmálaráðherra um umbætur í menntun. Stefnt var að því að 90% grunnskólanemenda næðu lágmarksviðmiðum í lestri fyrir árslok 2018.

Samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun voru markmiðin sett með niðurstöðu úr PISA-könnuninni 2018 en niðurstaða hennar liggur ekki fyrir. Áætla megi að sjáanlegs árangurs sé ekki að vænta fyrr en í PISA-könnuninni 2021.

„Verkefninu í heild sinni miðar vel áfram. Afurðir þess hafa verið nýttar á fjölbreyttan hátt í skólasamfélaginu og mikil áhersla verið á samstarfsverkefni sem og vitundarvakningu í fjölbreyttri mynd. Má þar helst nefna samstarfið við KrakkaRúv varðandi verkefnið Sögur og lestur í lengri fríum. Að lokum ber að hafa það í huga öll vinnum við að sama markmiði; að efla menntun í landinu nemendum til heilla,“ segir í svari Menntamálastofnunar við spurningu blaðamanns um hvort markmið Hvítbókarinnar hafi náðst um lágmarksviðmið í lestri. 

Eitt af því sem rannsóknir hafa sýnt er að tvítyngdum börnum á Íslandi gengur verr í PISA-könnunum en börnum í nágrannalöndunum og sömuleiðis í mælingum á málkunnáttu á íslensku. Rannsóknir benda einnig til þess að börn sem hafa íslensku sem annað tungumál auki hægt við íslenskan orðaforða sinn.

Elín Þöll Þórðardóttir, pró­fess­or í tal­meina­fræði við McG­ill-há­skól­ann í Montreal í Kan­ada, segir að til að eiga mögu­leika á að til­einka sér íslensku þurfi tví­tyngd börn að verja 50% af vökutíma sín­um í ís­lensku mál­um­hverfi. Ef börn fá ekki næga þjálf­un ná þau ekki þeim tök­um á tungu­mál­inu sem eru nauðsyn­leg í fram­halds­námi. Íslenski skóladagurinn nær því ekki að vera 50% vökustunda.

Ekki eigi að taka þessa nemendur út úr verklegum fögum í grunnskólanum til þess að fara í stuðningskennslu því þar fá þau sennilega mestu þjálfunina í talmálinu. Ef barnið er tekið út úr þessum greinum glatar það tækifærinu til þess að tala tungumálið undir eðlilegum kringumstæðum og sérkennsla bætir þetta ekki upp. Til að læra tungumál þarf æfingu. Ekkert öðruvísi en að læra á hljóðfæri. Ef þú æfir þig ekki láta framfarir á sér standa, segir Elín Þöll.

Hún hefur búið í mörg ár í Quebec í Kanada ásamt fjölskyldu sinni en þar er franska opinbert tungumál. Mikil áhersla er lögð á frönsku í skólakerfinu og ekki gefinn kostur á að tala ensku. Þetta þýðir að allir nemendur í grunnskólum fylkisins tala frönsku. Hún segir að þetta taki á hjá börnum með annað tungumál en reynslan sýni að þetta skili árangri. Þar er skóladagurinn líka lengri en á Íslandi þannig að börn með annað tungumál á heimili eru mun lengur í frönsku málumhverfi en tvítyngd börn á Íslandi eru í íslensku málumhverfi.

mbl.is/Kristinn Garðarsson

Eitt af því sem Elín hefur velt fyrir sér til þess að auka málkunnáttu og þar með lesskilning meðal barna er hvort það gæti verið vænlegt til árangurs að taka upp gamaldags málfræðikennslu að nýju.

Til að mynda ef maður skrifar setningu og sér að það er eitthvað athugavert við hana án þess að gera sér grein fyrir hvað það er, til dæmis flakk á milli falla innan sömu setningar. Ef maður kann málfræði veit maður til dæmis að orð sem standa saman eiga að vera í sama falli og sér að forsetning í setningunni stýrir fallinu. Þetta getur hjálpað manni við að laga setningar þegar tilfinningin ein segir manni bara að eitthvað sé athugavert við þær. En ef maður kann ekkert um föll þá kemur maður ekki auga á hvað er rangt við setninguna. Kunnátta af þessu tagi hjálpar manni líka við að skilja flóknar setningar, hvort heldur maður heyrir þær eða les þær, segir Elín.

Eitt af því sem Elín Þöll hvetur kennara á leikskóla- og grunnskólastigi til er að falla ekki í þá gryfju að nota ensku sem millitungumál því vitað er að krakkar læra hraðast annað tungumál á tímabilinu rétt eftir að þau komast í snertingu við viðkomandi tungumál. Hún segir að margar rannsóknir sýni að á einu til tveimur árum læri börn mjög hratt tungumálið sem þau eru nýlega komin í snertingu við en síðan hægi á færninni til að auka við sig nema viðkomandi leggi sig sérstaklega fram um að halda áfram að læra. 

„Við vitum ekki af hverju þetta er en sennilega skýrist þetta af því að þau þurfa að læra einföldustu hlutina fyrst til þess að geta bjargað sér og beina því orkunni í tungumálanámið. Svo þegar þau fara að fínpússa lærdóminn tekur það lengri tíma. En að nota ekki þetta tímabil og sóa því í eitthvert millitungumál er algjör vitleysa,“ segir Elín Þöll.

Eitt af því sem Elín Þöll hvetur kennara á leikskóla- …
Eitt af því sem Elín Þöll hvetur kennara á leikskóla- og grunnskólastigi til er að falla ekki í þá gryfju að nota ensku sem millitungumál. mbl.is/Hari

Til að læra flókið tungumál vel þarf að lesa flókna texta og það gerir maður helst í skóla. Börn með annað tungumál á heimili ættu að læra íslenskuna í skólanum en eins og áður sagði gerist það ekki nema með þjálfun, segir Elín Þöll.

„Þegar við flytjum til útlanda þykir eðlilegt að börn okkar læri tungumál í skóla í viðkomandi landi og það sé það tungumál sem þau nota að jafnaði í skólanum og samfélaginu. Við erum ekki að ætlast til þess að barnið fái kennslu á íslensku. Talað er um það í tvítyngisfræðunum að börn sem ganga í skóla á öðru tungumáli en þau tala heima hjá sér verði betri í máli skólans en í heimatungumálinu. Því tungumáli fari jafnvel aftur og að minnsta kosti ekki fram. Oft er talað um að þetta sé ekki æskilegt en í raun  er þetta eðlilegt því börn eru að tala um flókna hluti innan veggja skólans og á því tungumáli sem þar er talað. Aftur á móti er umræðan á heimilinu oft einfaldari og minni þörf á miklum orðaforða. Við verðum að tryggja að það sé íslenska í íslenskum skólum sem er töluð við þessi börn sem hingað flytja, ekki enska, því annars erum við að draga úr möguleikum barnanna þegar lengra líður á skólagönguna,“ segir Elín Þöll.

Hún tekur sem dæmi barn sem talar pólsku heima hjá sér, en samkvæmt frétt Hagstofu Íslands höfðu 4.874 grunnskólanemendur erlent tungumál að móðurmáli haustið 2018, eða 10,6% nemenda. Algengasta erlenda móðurmál nemenda í grunnskólum er pólska, sem er töluð af rúmlega 1.700 nemendum. 

„Tvær leiðir, sem báðar geta verið mjög góðar, eru til að læra íslensku. Annars vegar getur barnið verið á pólskumælandi leikskóla eða heima hjá sér og talað einvörðungu pólsku. Farið síðan í grunnskóla þar sem væri tekið fast á því að tala aldrei ensku sem millitungumál heldur bara íslensku. Þetta myndi ganga vel. Eða þá að barnið fari á leikskóla á Íslandi og tali bæði málin, það er íslensku í skólanum og pólsku heima hjá sér, og síðan í grunnskóla þar sem einvörðungu er kennt á íslensku. Þar sem töluð er mikil íslenska á leikskólanum ætti það líka að ganga vel. Hugsanlega þyrfti að bæta einhverjum tímum við skóladaginn til að þjálfa íslenskuna og eins að tryggja að þau séu mikið  með íslenskum börnum. Þetta ætti að vera nokkuð vandalaust fyrir flest börn og myndi jafna stöðu þeirra verulega í íslensku skólakerfi,“ segir Elín og bætir við að við eigum ekki að sætta okkur við afslátt gagnvart íslensku í íslenskum skólum.

Munurinn á milli barna með erlent tungumál á heimili og …
Munurinn á milli barna með erlent tungumál á heimili og annarra er slíkur hér á landi að það er óásættanlegt líkt og kemur berlega í ljós þegar árangur þeirra í samræmdum prófum er skoðaður og tölur um brottfall úr framhaldsskólum. mbl.is/Hari

„Við vitum að krakkar sem tala tvö tungumál fá í flestum tilfellum ekki alveg samskonar málþroska og börn sem læra bara eitt mál. Það er alltaf einhver munur og við getum sætt okkur við það enda kemur á móti að börnin tala tvö mál. En munurinn á ekki að vera jafn mikill og hann er á Íslandi. Munurinn er slíkur hér á landi að það er óviðunandi líkt og kemur berlega í ljós þegar árangur þeirra í samræmdum prófum er skoðaður og tölur um brottfall úr framhaldsskólum. Við megum ekki hugsa sem svo að ógerlegt sé að breyta þessu því það er það alls ekki. Það er gerlegt en til þess þurfa að vera tækifæri í skólakerfinu og vilji meðal bæði skólans og heimilanna,“ segir Elín Þöll.

Líkt og fram hefur komið eru ákveðnir skólar á Íslandi með hátt hlutfall barna með annað tungumál á heimili og þetta veldur því að börn í þessum skólum lenda í vandræðum með íslenskuna þar sem þau umgangast ekki nógu marga íslenska jafnaldra. „Þetta er ekki gott,“ segir Elín Þöll og tekur þar undir með menntamálaráðherra og fleirum um að blöndun sé af hinu góða. Á sama tíma komast íslenskir foreldrar upp með að vilja ekki setja börn sín í bekk með börnum með erlend tungumál á heimili.

„Einsleitni er ekki af hinu góða og þetta getur orðið …
„Einsleitni er ekki af hinu góða og þetta getur orðið til þess að tvítyngd börn einangrist“ segir Elín Þöll. mbl.is//Hari

„Einsleitni er ekki af hinu góða og getur orðið til þess að tvítyngd börn einangrist. Ég held að þetta sé, og mér þykir voðalega leiðinlegt að segja þetta, ekkert einsdæmi. Staðan er ekkert öðruvísi í öðrum löndum og útlenskum börnum oft ekki boðið í afmæli þeirra sem ekki eru innflytjendur. Þau samsama sig meira öðrum innflytjendum. Af hverju verður ekki meiri blöndum því það myndi hjálpa þeim svo mikið með íslenskuna? Þau eiga kannski íslenska vini í skólanum en eru aldrei með þeim utan skóla. Við gætum litið svo á að þetta tengdist eitthvað vernd á eigin þjóðerni en það er samt svo mikill tvískinnungur því. Við segjum alltaf að fólk sem er innflytjendur eigi að eiga rétt á að tala sitt tungumál en erum svo afgreidd á ensku úti í búð í okkar eigin landi. Þá er það ekki mismunun. Það sem ég er að reyna að benda á er að við verðum að tala um þetta eins og þetta er. Stundum er þetta mismunun og stundum ekki,“ segir Elín Þöll og bendir á að þessu megi ekki rugla saman við þjóðerniskennd því hún sé allt annað.

„Hún er eðlilegt fyrirbæri og góð ef hún er stunduð í hófi eins og allt annað. Ég kenni börnunum mínum íslensku þó svo þau búi í útlöndum, er það þjóðerniskennd? Já, en samt hefði mér aldrei dottið í hug að börnin mín ættu að fá íslenskukennslu í skólum í Kanada. Þetta segir eitthvað um væntingar og kannski óraunhæfar því við sjáum fjölmörg dæmi um fólk sem hefur sest að hér á Íslandi og hefur náð góðri færni í íslensku. Ef þú ætlar þér að verða hluti af íslensku samfélagi verðurðu að tileinka þér ákveðna færni. Það getur verið hættulegt að láta börn læra of mörg tungumál í einu. Slíkt getur komið til þegar innflytjendur tala sitt mál heima, og svo íslensku og ensku. En líka er til í dæminu að íslenskir foreldrar sendi börnin sín í alls konar tungumálanám af því að fólk heldur að það komi til með að auka færni þeirra í lífinu. Þetta getur endað með því að barnið lærir ekkert tungumálanna mjög vel og lærir jafnframt ekki mannleg samskipti. Miklu nær er að öll börn í íslenskum skólum læri íslenskuna vel áður en öðrum tungumálum er bætt við því það getur ekki verið óskastaða að vera með hóp barna að vaxa úr grasi sem hefur ekki öðlast mikla færni á neinu tungumáli. Þetta getur valdið hættu á málþroskarösk­un en í henni felst að viðkom­andi er ekki með þann málþroska sem þykir eðli­leg­ur miðað við ald­ur og sem þau hafa þörf á í daglegu lífi og í námi,“ segir Elín Þöll. 

Það þýðir ekki að viðkom­andi barn beygi vit­laust held­ur tal­ar viðkom­andi ein­fald­ara mál þar sem orðaforðann og flóknari málfræði vant­ar, segir Elín Þöll. Málþroskarösk­un er fal­inn vandi sem fær til­tölu­lega litla at­hygli þrátt fyr­ir að um 10% barna séu með slíka rösk­un og í raun miklu al­geng­ari en ein­hverfa þó svo færri viti hvað fel­ist í slíkri rösk­un en ein­hverfu, segir hún. 

Börn með málþroskarösk­un þurfa meiri stuðning og snemm­tæk íhlut­un er …
Börn með málþroskarösk­un þurfa meiri stuðning og snemm­tæk íhlut­un er mik­il­væg á sama tíma og mik­il­vægt er að íhlut­un haldi áfram. mbl.is/Hari

Börn með málþroskarösk­un þurfa meiri stuðning og snemm­tæk íhlut­un er mik­il­væg á sama tíma og mik­il­vægt er að íhlut­un haldi áfram. Erfiðara get­ur reynst að greina slíka rösk­un hjá tví­tyngd­um börn­um þar sem málkunnátta þeirra dreifist á tvö mál. Með því að tryggja góða og mikla íslenskukennslu í skólum er komið betur til móts við tvítyngd börn sem og börn með málþroskaröskun og dregið úr líkum á að þau falli úr námi þegar í framhaldsskóla er komið, segir Elín Þöll en hlut­fall ís­lenskra ung­menna á aldr­in­um 18-24 ára sem hættu of snemma í námi eða þjálf­un á ár­inu 2018 var 21,5%. Það er hvergi meira í allri Evr­ópu, þar sem meðaltalið er 10,6%. Hlut­fallið varð hærra á milli 2017 og 2018, fór úr 17,8% í 21,5%.

mbl.is