Börn í neyslu og sölu á kókaíni

Börnin okkar og úrræðin | 15. desember 2019

Börn í neyslu og sölu á kókaíni

Neysla ungmenna er að breytast, minna er um lyfseðilsskyld lyf en síðasta ár en mikið er um kókaín, bæði framboð og neysla, segir Guðmundur Fylkisson, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. Undanfarin fimm ár hefur hann haft yf­ir­um­sjón með leit að týnd­um ung­menn­um. Það sem af er ári eru leitarbeiðnirnar um 200 talsins, mun fleiri vegna pilta en stúlkna. Yngsta barnið sem Guðmundur hefur leitað að í ár var tíu ára gamalt en þar var ekki um neina neyslu að ræða og hefði í raun aldrei átt að koma inn á borð hans borð, að sögn Guðmundar.

Börn í neyslu og sölu á kókaíni

Börnin okkar og úrræðin | 15. desember 2019

Guðmundur Fylkisson, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni, hefur yf­ir­um­sjón með leit að …
Guðmundur Fylkisson, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni, hefur yf­ir­um­sjón með leit að týnd­um ung­menn­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Sum þeirra láta sig ítrekað hverfa en önnur aðeins í eitt skipti. mbl.is/Árni Sæberg

Neysla ungmenna er að breytast, minna er um lyfseðilsskyld lyf en síðasta ár en mikið er um kókaín, bæði framboð og neysla, segir Guðmundur Fylkisson, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. Undanfarin fimm ár hefur hann haft yf­ir­um­sjón með leit að týnd­um ung­menn­um. Það sem af er ári eru leitarbeiðnirnar um 200 talsins, mun fleiri vegna pilta en stúlkna. Yngsta barnið sem Guðmundur hefur leitað að í ár var tíu ára gamalt en þar var ekki um neina neyslu að ræða og hefði í raun aldrei átt að koma inn á borð hans borð, að sögn Guðmundar.

Neysla ungmenna er að breytast, minna er um lyfseðilsskyld lyf en síðasta ár en mikið er um kókaín, bæði framboð og neysla, segir Guðmundur Fylkisson, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. Undanfarin fimm ár hefur hann haft yf­ir­um­sjón með leit að týnd­um ung­menn­um. Það sem af er ári eru leitarbeiðnirnar um 200 talsins, mun fleiri vegna pilta en stúlkna. Yngsta barnið sem Guðmundur hefur leitað að í ár var tíu ára gamalt en þar var ekki um neina neyslu að ræða og hefði í raun aldrei átt að koma inn á borð hans borð, að sögn Guðmundar.

Mikilvægt sé að hafa í huga að alls ekki séu öll þau börn, sem Guðmundur er beðinn um að leita að, í neyslu og fá þeirra noti vímuefni í æð. Flest þeirra barna sem hann hefur leitað að og hafa notað vímuefni í æð hafa orðið 18 ára á undanförnum misserum. Hann óttast hvað hafi orðið um þau. Því miður séu mörg þeirra enn á sama stað í lífinu og einhver þeirra eru komin í fangelsi.

Verkefnið hófst 1. nóvember 2014 og strax á fyrstu 10 dögunum reyndi virkilega á segir Guðmundur og var fyrsti maðurinn handtekinn fyrir að aðstoða barn í stroki. Hann var í framhaldinu ákærður, m.a. fyrir kynmök við stúlkuna sem var undir 15 ára aldri, en sýknaður í héraðsdómi.    

Alls hefur Guðmundur leitað að 291 barni á þessum fimm árum, 138 piltum og 153 stúlkum. Í ár eru þau flest 15-17 ára en þeim hefur fjölgað hratt í árgangi 2005, það er börn sem verða 14 ára á þessu ári.

Af þessum 291 einstaklingum eru rúmlega 160 orðin 18 ára gömul í dag og því lögráða. Á þeim tímapunkti er ekki lengur í höndum Guðmundar að leita að þeim en hann hefur samt oft auga með þeim þó svo hann grípi ekki inn í.

Hamrar vinsælt vopn

Af þeim eru tvö látin en þau létust eftir að þau urðu lögráða. Annað tók sitt eigið líf en hitt lést vegna ofneyslu lyfja/fíkniefna. Af þessum 291 er vitað til þess að 51 hafa notað sprautur við neyslu á fíkniefnum/lyfjum og 126 koma við sögu í kynferðisbrotamálum, sem þolendur, gerendur eða vitni.  144 þeirra koma við sögu í heimilisofbeldismálum, sem gerendur, þolendur eða vitni.  

Spurður út í neyslu ungmenna á kókaíni segir Guðmundur að krakkar niður í fimmtán ára séu að nota kókaín og stundum séu þau með töluvert magn á sér. Hvert gramm er selt á 20-25 þúsund krónur. Að sögn Guðmundur veit hann ekki með vissu hvort þau eru að selja fíkniefni en fíkniefnasala sé allt öðruvísi í dag en hún var hér áður fyrr. „Þau eru kannski með fimm grömm og selja fjögur en nota eitt sjálf,“ segir Guðmundur. Hann segir að vandi þeirra versni mjög þegar þau fara að nota meira en þau eiga fyrir og lenda í skuld.

Fíkniefnasala fer öðruvísi fram í dag en hún gerði fyrir …
Fíkniefnasala fer öðruvísi fram í dag en hún gerði fyrir einhverjum árum. AFP

„Ég hef verið að upplifa foreldra sem standa frammi fyrir því hvort þau eigi að greiða fíkniefnaskuldir barnanna sinna,“ segir Guðmundur. Hann segir að það sé vond og um leið erfið staða þar sem um ólöglegt athæfi er að ræða á sama tíma og það er ekkert grín að skulda fíkniefnasala.

Spurður út í hvort það sé rétt að fíkniefnasalar hiki ekki við að beita börn ofbeldi sem ekki geta greitt skuldir sínar segist Guðmundur ekki geta sagt til um það. Slík mál séu ekki á hans borði. En við erum að fá kynslóð sem er alin upp við bíómyndir og vígbúast í samræmi við það. Þau séu með skiptilykla og hamra á sér og beita þeim í slagsmálum. „Nýjustu vopnin sem ég verð var við hjá krökkunum eru hamrar miklu frekar en hnífar og þetta er stórhættulegt vopn, lítill hamar upp í erminni sem þeir beita ef ráðist er á þá,“ segir Guðmundur. 

Góður árangur af MST

Fleiri hundruð fjölskyldur hafa farið í gegnum MST-fjölkerfameðferð á vegum Barnaverndarstofu á undanförnum árum en MST er meðferðarúrræði fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda. Meðferðin felst fyrst og fremst í að auka færni foreldra til að takast á við vanda barna sinna. Hegðunarvandi barnanna birtist í afskiptum lögreglu, erfiðleikum í skóla, ofbeldi og vímuefnanotkun.

Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.
Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Ljósmynd/Aðsend

Vegna vaxandi eftirspurnar eftir MST meðferð hefur sérfræðingum fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár eða úr tíu í ellefu árið 2017 og í tólf árið 2018. Við þessa fjölgun sérfræðinga nú í fimmtán var þeim dreift niður á þrjú teymi, í stað tveggja áður, sem starfa enn sem fyrr í náinni samvinnu, á sameiginlegri starfstöð og með sameiginlega bakvakt. MST meðferðin er í boði á landsvísu og fer fram með forsjáraðilum og barni og heimilum þeirra og í nærumhverfi. 

Fjölgun sérfræðinga í MST var gerð í þeirri viðleitni að geta brugðist við eftirspurn hraðar og jafnóðum til lengri tíma og ekki síst til að ná niður biðlista eftir MST-meðferð sem hafði verið samfelldur frá því í janúar 2018. Dæmi voru um að börn og fjölskyldur þurftu að bíða í 3-4 mánuði eftir meðferð og jafnvel lengur.

Á fyrstu dögum októbermánaðar tókst að vinna niður þennan biðlista, sem var þó skammgóður vermir, því allir MST-þerapistar voru komnir með hámarksmálafjölda og flestum málum nýúthlutað. MST-meðferð tekur jafnan á bilinu 3-5 mánuði og hefur því aftur myndast biðlisti eftir MST sem er þó enn sem komið er öllu viðráðanlegri og styttri en áður. Vonir standa til að með auknum afköstum myndist síður biðlisti eða til skemmri tíma í senn.

Að jafnaði klára um 83% þeirra sem hefja MST meðferð en um 17% hætta meðferð á fyrri hluta meðferðartímans, m.a. af því leita þarf öruggari leiða svo sem vistunar á meðferðadeild Stuðla eða á meðferðarheimili. Fjöldi umsókna barnaverndarnefnda eftir meðferð dreifist frekar ójafnt yfir árið. Á seinni hluta árs, frá október, berast umsóknir þéttar og stendur það jafnan fram eftir vetri fram á næsta vor, samkvæmt upplýsingum af vef Barnaverndarstofu en það skal tekið fram að ekki er um alveg nýjar upplýsingar að ræða. 

Meðan biðlistinn eftir MST var sem lengstur á árinu 2018 voru dæmi um að þegar nær dróg vormánuðum var upphafi meðferðar í samráði við foreldra frestað fram að næsta hausti þegar skólar hófust að nýju. Átti þetta einkum við ef skólaganga og nám var veigamikill þáttur í vanda barns og öryggi barnsins að öðru leyti talið tryggt. Með þessum hætti var hægt að bregðast hraðar við öðrum málum á biðlistanum þar sem vímuefnaneysla og annar alvarlegur vandi var meginástæða MST-meðferðar.

Guðmundur segist verða var við góð áhrif af MST ekki síst vegna þess að á fyrstu árunum sem hann leitaði að týndum börnum var ekki óalgengt að þau væri í úrræðinu eða höfðu verið í því. 

„MST var tiltölulega nýtt úrræði þegar ég var að byrja og það hefur þróast mjög vel. Ég verð lítið var við að krakkarnir séu í MST núna þannig að ég tel að það sé að virka vel og eins sé það að færast neðar í aldri þannig að ekki er verið að koma of seint inn líkt og stundum var,“ segir Guðmundur.

Tæpur tugur pilta á bak við 80 leitarbeiðnir

Meðferðar­heim­il­in sem eru í boði eru eru Stuðlar (þar sem rek­in er meðferðardeild en jafn­framt lokuð deild fyr­ir bráðavist­an­ir), Lauga­land í Eyjaf­irði og Lækj­ar­bakki á Rangár­völl­um. Ekkert nýtt úrræði hefur komið í stað Háholts í Skagafirði en það úrræði var fyrir pilta sem rekið var af Barnaverndarstofu og var lokað um mitt ár 2017. 

Það sem af er hausti hafa pláss verið laus á báðum meðferðarheimilum Barnaverndarstofu, Lækjarbakka og Laugalandi og því getur Barnaverndarstofa brugðist mjög hratt við umsóknum barnaverndarnefnda um vistun barna sem þangað eiga erindi.

Á þessu ári er tæplega tugur pilta sem oftast hefur verið leitað að og eiga þeir samanlagt 80 leitarbeiðnir það sem af er árinu, af 199, bendir Guðmundur á. Eitt og hálft ár er liðið frá því félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, greindi frá því að setja ætti slíkt úrræði á laggirnar innan þriggja mánaða. Enn bólar ekkert á því sem er sorglegt að mati Guðmundar. 

Í ár er hærra hlutfall ungmenna sem fer á neyðarvistun eða meðferðargang Stuðla eftir að viðkomandi finnst eftir leit lögreglu en síðustu ár hefur þriðjungur farið á Stuðla á meðan tveir af hverjum þremur hafa farið heim.

Gríðarlegt álag á fjölskyldur 

Áberandi aukning er á stroki úr meðferð eða úr leyfi. Guðmundur segir áhyggjuefni hversu lengi eða hversu oft þurfi að láta á það reyna að viðkomandi úrræði gangi ekki. Eftir situr áhyggjufull fjölskylda. Hann segir þetta oft vera einstaklingana sem greinilega þurfa á öðrum úrræðum að halda en í boði eru í dag. 

„Við erum að tala um að þetta sé að gera tvisvar til þrisvar í sama mánuðinum,“ segir Guðmundur sem telur að í einhverjum tilvikum sé pressan á að koma viðkomandi út í lífið of mikil. Stundum séu aðstæður á heimili unglingsins þannig, meðal annars vegna yngri systkina, að það er nánast ógjörningur fyrir forráðamenn að taka við viðkomandi. 

„Ég er að horfa upp á  fjölskyldur í dag sem ég hef áhyggjur af vegna álags sem á þeim er vegna langveikra barna sem eru í neyslu. Ég tel að hér þurfi að gera einhverjar breytingar því ég hef verulegar áhyggjur af þessum strákahópi og ekki síður fjölskyldum þeirra sem jafnvel kvíða jólunum,“ segir Guðmundur.

Foreldrar ungmenna hafa talað um að börn þeirra hafi verið í fíkniefnaneyslu á meðan þau dvöldu á Stuðlum, þar á meðal sprautað sig með vímuefnum í æð. Guðmundur segist ekki þekkja það en bendir á að ekki sé langt síðan fangelsismálastjóri, Páll Winkel, lýsti mikilli fíkniefnaneyslu í fangelsum þrátt fyrir að þar hafi fangaverðir, ólíkt starfsfólki Stuðla, heimild til að leita á fólki. Lögreglan þurfi að gera líkamsleitir fyrir Stuðla og þarf að óska sérstaklega eftir því. En hann viti að starfsfólkið grípi inn komi slíkt í ljós.

Í fyrra kom upp mál þar sem unglingsstúlka var vistuð í fangaklefa þar sem ekki var pláss fyrir hana á Stuðlum. Guðmundur segir að ekkert slíkt mál hafi komið upp síðan og að Barnaverndarstofa hafi staðið sig mjög vel í að gæta þess að aldrei komi upp tilvik sem ekki er hægt að taka á móti barni sem er í hættu.

Börn hafa verið vistuð í fangaklefum frá því þetta var en það er vegna þess að þau hafa verið staðin að afbrotum. Þau fara í fangaklefa og þaðan á Stuðla. Þau eru ekki að fara í fangaklefa af öryggisástæðum heldur rannsóknarhagsmunum, segir Guðmundur.

„Ég hef verið að koma með krakka upp á Stuðla og það er kannski allt fullt þar og ekki búið að ganga frá plássi fyrir viðkomandi. Dyrnar eru opnaðar og barninu er hleypt inn. Unnið í málinu og það leyst. Þessi breyting skiptir rosalega miklu máli og getur verið hluti af því af hverju ástandið er að lagast. Að við erum ekki komin með ákveðna einstaklinga í verri neyslu því að þau eru á Stuðlum. Áður urðum við að sleppa þeim. Mér finnst þetta mjög mikilvægt. Því þegar þú færð nei í símann stendur þú frammi fyrir spurningunni: hvað geri ég þá? Ég er laus við þessar áhyggjur í dag. Ég veit aftur á móti ekki hver staðan er annars staðar, það er hjá barnaverndum, því það fer fullt af krökkum á Stuðla án þess að þau séu í þeim hópi sem ég sinni og aðstoða,“ segir Guðmundur.

Tölurnar tala sínu máli

Alls eru leitarbeiðnirnar rúmlega 1.100 talsins á þessum fimm árum og Guðmundur segir að tölurnar tali sínu máli. Hann segir tímabært að fræðasamfélagið fari að skoða það sem hér sé að baki. Augljóst er að verkefnið hefur skilað árangri en það er ekki síður mikilvægt að skoða þróunina. Hvað verður um þessa krakka?

Spurður út í þennan hóp ungmenna segir Guðmundur að flest þeirra hafi aðeins komið einu sinni eða örsjaldan inn á hans borð og ítrekar að ekki megi setja samasemmerki við leitarbeiðni og neyslu. Mörg þeirra eru með greiningar og önnur sjúkdóma. Svo hafa verið tengsl á milli unglingsstúlkna sem voru staðnar að hnupli í verslunum og barna sem hann hefur leitað að. Það sé hins vegar ekki í hans valdi að leggjast í djúpar greiningar á hópnum og vonar að þessar upplýsingar geti komið að gagni við rannsóknir fræðafólks.

Hann seg­ir að hægt sé að skipta börn­un­um í fjóra hópa: börn sem eru í neyslu, börn sem glíma við and­leg veik­indi, óþekku krakk­arn­ir — það eru sjálf­stæðu krakk­arn­ir sem oft eru á und­an jafn­öldr­um sín­um í þroska — eru ekki kom­in í neyslu en hætt­an svo sann­ar­lega fyr­ir hendi. Því þau tengj­ast oft eldri krökk­um. Síðan er það fjórði hóp­ur­inn — börn sem eru að flýja heim­ilisaðstæður.

Guðmundur hefur stundum þurft að fara með ungmennin beint á …
Guðmundur hefur stundum þurft að fara með ungmennin beint á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi þegar hann hefur fundið þau. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leitarbeiðnir koma ekki frá foreldrum til lögreglunnar heldur eru það starfsmenn barnaverndar sem óska eftir henni. Guðmundur segir starfsfólk barnaverndar vinna ótrúlega gott starf en því miður sé verið að drekkja því í verkefnum og álagið allt of mikið. Á sama tíma þurfi það að sitja undir óeðlilegu ámæli í fjölmiðlum.

Guðmundur segir lögregluna vera að stíga ákveðin spor í samræmdum vinnubrögðum varðandi leit að börnum og hafa tvö lögregluembætti utan höfuðborgarsvæðisins, ásamt fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra, hafið ákveðna vinnu við að samhæfa vinnubrögðin ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru lögreglan á Suðurlandi og lögreglan á Suðurnesjum. 

Hann segir að rannsóknir sýni og það sé hans tilfinning eftir áralangt starf innan lögreglunnar að mikilvægt sé að leggja aukna áherslu á forvarnir og snemmtæka íhlutun, að koma í veg fyrir að krakkarnir endi í neyslu. „Hvers vegna eru þessar stelpur að stela snyrtivörum og öðru smálegu og enda svo í stroki?“ spyr Guðmundur. 

Guðmundur þekkir vel til mála barna sem hafa lent fyrir utan kerfið og hafa til að mynda samtökin Olnbogabörn gefið honum dróna til að nota við leit að börnum sem ekki vilja láta finna sig. Hann situr í stjórn Bergsins Headspace. Það er þverfag­legt mót­töku- og stuðningsúr­ræði fyr­ir ungt fólk und­ir 25 ára og boðið upp á ein­stak­lings- og áfallamiðaða þjón­ustu

Barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, glímir við langa biðlista alltaf. …
Barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, glímir við langa biðlista alltaf. Enn hefur ekki verið brúað bilið á milli BUGL og geðdeildar Landspítalans. mbl.is/Hari

Vantar viðbrögð heilbrigðiskerfisins

Guðmundur segir að verulega skorti á viðbrögð heilbrigðiskerfisins varðandi fíknimál og á sama tíma og Landspítalanum sé gert að skera niður þrjá milljarða sé ekki von á að sú staða batni á næstunni. 

Í byrjun febrúar sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að unnið væri að því innan ráðuneytisins að færa meðferðarþjónustu barna frá Vogi.

„Eft­ir því sem við skoðuðum þetta bet­ur sáum við að það er óá­sætt­an­legt að ekki sé þjón­usta á Land­spít­al­an­um fyr­ir þessa teg­und veik­inda. Þetta eru sárlasn­ir krakk­ar og oft teng­ist þetta öðrum þátt­um heil­brigðis, svo sem geðheil­brigði og áfalla­sögu, þannig að það fer lang­best á því að bjóða upp á sam­fellu í heil­brigðisþjón­ustu barna á Land­spít­al­an­um,“ sagði Svandís í viðtalinu. Þar kom fram að áætlanir gerðu ráð fyrir að þetta tæki hálft ár. Enn bólar ekkert á flutningi þessarar þjónustu til Landspítalans. 

Eitt af því sem hefur verið rætt er samstarf félags- og heilbrigðiskerfa þegar kemur að þjónustu við börn í vanda. Til að mynda að þegar komið er með ungmenni í vímu á Stuðla séu þar þrír fagaðilar, einn úr heilbrigðiskerfinu, annar úr barnaverndarkerfinu og sá þriðji starfsmaður Stuðla, sem taki á móti og meti heilbrigðisástand barnsins. Þetta er ekki enn komið í gagnið en Guðmundur segist fara með ungmennin beint á bráðamóttöku Landspítalans meti hann það svo að viðkomandi þurfi að komast undir læknishendur strax.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Sigurþóra Bergsdóttir, annar stofnandi …
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Sigurþóra Bergsdóttir, annar stofnandi Bergsins Headspace, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, við opnun Bergsins. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Hann hefur lent í því að krakkar gleypi efni sem þau eru með á sér ef þau sjá Guðmund nálgast án þess að hann viti af því. Guðmundur fer með viðkomandi inn á Stuðla en víman kemur kannski ekki fram fyrr en fjórum til sex klukkustundum síðar og þá þarf að flytja viðkomandi á spítala með hraði. 

Í viðtali við Guðmund fyrir tveimur árum kom fram að oft séu það strák­ar á aldr­in­um 18—23 ára sem eru að hýsa krakka sem er leitað að. „Þeir koma marg­ir úr sama um­hverfi og þess­ir krakk­ar sem við erum að leita að. Ung­ir menn sem eru staðnaðir þar sem þeir fóru ung­ir í neyslu og dugði sú aðstoð sem þeir fengu ekki til,“ seg­ir Guðmund­ur.

Þessir ungu menn tengjast oft málum þar sem ungmenni strjúka úr meðferð eða í leyfum. Nokkur dómsmál hafa komið upp undanfarin ár tengd þessu. 

Fyrsti dómurinn sem var kveðinn upp í máli tengdu þessu verkefni var sýknudómur. Þar var um að ræða pilt um tvítugt og stúlku á fimmtánda ári. Næsti dómur sem var kveðinn upp í máli tengdu þessu verkefni var skilorðsbundinn fangelsisdómur fyrir að sækja barn á fósturheimili út á landi. Um var að ræða pilt á nítjánda aldursári og 16 ára stúlku. Næsti dómur var 8 mánaða fangelsi fyrir að fá stúlku út af heimili þrátt fyrir vitund um andstöðu foreldra. Þar var um að ræða konu um þrítugt og stúlku á sextánda ári. 

Síðan var karlmaður á sextugsaldri dæmdur í sjö ára fangelsi í héraðsdómi en Landsréttur stytti dóminn í 5 og hálft ár, fyrir brot gegn unglingspilti. Sami karlmaður er nú til meðferðar fyrir héraðsdómi vegna annars máls, brots gegn öðrum pilti, sem einnig kom upp í gegnum þetta verkefni. 

Eitt mál er til meðferðar hjá héraðssaksóknara eftir að lögregluembætti úti á landi lauk rannsókn og tvö mál eru til meðferðar hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is/Hari

Guðmundur segir að það sem af er ári hafi ekki þurft að auglýsa eftir börnum í fjölmiðlum sem hann hefur leitað að en í fimm skipti hafi björgunarsveitarfólk tekið þátt í að leita að ungmennum. 

Óbreytt áform um opið búsetuúrræði 

Áform Barnaverndarstofu um að opna búsetuúrræði í kjölfar meðferðar á höfuðborgarsvæðinu fyrir tvö til þrjú börn standa óbreytt, að sögn Heiðu Bjargar Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu. Ekki er hægt að segja til um hvenær það verður, það þarf að finna hentugt húsnæði undir heimilið og leigan þarf að vera viðráðanleg auk þess sem afla þarf tilskilinna leyfa.

Umrætt heimili verður ekki lokað enda megintilgangurinn að aðlaga börnin samfélaginu eftir að dvöl á meðferðarheimili lýkur. Börnin verða þannig í skóla eða vinnu, sinna frístundastarfi o.s.frv. segir Heiða Björg. 

Stuðlar eru meðferðarheimili fyrir ungmenni sem rekið er af Barnaverndarstofu.
Stuðlar eru meðferðarheimili fyrir ungmenni sem rekið er af Barnaverndarstofu. mbl.is/Hari

Á vegum Barnaverndarstofu eru rekin þrjú meðferðarheimili, Stuðlar, Laugaland og Lækjarbakki. Örfá börn bíða eftir rými á Stuðlum og fara þau öll inn á næstu vikum. Alls eru laus sjö rými á langtímameðferðarheimilunum tveimur. Hefur staðan verið með þessum hætti frá því í haust segir forstjóri Barnaverndarstofu.

Umsóknum um meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fækkaði á fyrstu sex mánuðum ársins 2019 miðað við sama tímabil árið á undan úr 90 umsóknum í 70. Umsóknir voru 76 á fyrstu sex mánuðum ársins 2017.

Flestar umsóknir bárust um MST en fjölkerfameðferð (MST) snýr að fjölskyldum unglinga með fjölþættan hegðunarvanda sem kominn er á það alvarlegt stig að vistun unglings utan heimilis er talin koma til greina. Markhópurinn eru unglingar á aldrinum 12—18 ára og fer meðferðin fram á heimilum fólks.

Frá því í febrúar 2015 hefur þjónusta MST náð til alls landsins. Flestar umsóknir um meðferð bárust frá Reykjavík eða 45,7% og fleiri umsóknir um meðferð bárust fyrir drengi en stúlkur öll árin.

Vistunum á lokaðri deild á Stuðlum fækkaði úr 111 í 98 á fyrstu sex mánuðum ársins 2019 miðað við sama tímabil árið á undan. Vistanir voru 118 á fyrstu sex mánuðum ársins 2017. Vistunardögum fækkaði úr 739 dögum á fyrstu sex mánuðum ársins 2018 í 508 daga fyrir sama tímabil á árinu 2019, en vistunardagar á fyrstu sex mánuðum ársins 2017 voru 723. Alls komu 49 börn á lokaða deild á fyrstu sex mánuðum ársins 2019, en þau voru 55 fyrir sama tímabil á árinu 2018 og 58 á fyrstu sex mánuðum ársins 2017.

134 ungmenni á Vog

Yfir 130 ungmenni innrituðust á Vog í fyrra.
Yfir 130 ungmenni innrituðust á Vog í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í fyrra innrituðust 134 ungmenni yngri en 19 ára á Vog. Eftir 2002 fækkaði ungmennum mjög sem innrituðust á Vog en á síðustu þremur árum hefur ástandið versnað skarpt og sjúkdómsmynd áfengis- og vímuefnasjúkdómsins orðið verri og batahorfur minni og þeim fjölgað sem eru illa veikir á hverjum tíma þótt dregið hafi úr nýgengishlutfalli þegar á heildina er litið, segir í ársskýrslu SÁÁ fyrir árið 2018.

„Þetta kallar á viðbrögð og þegar slíkt kemur til tals er hlutur vímuefnasjúklinganna í vexti og viðgangi ólöglegrar vímuefnaneyslu stórlega vanmetinn, einkum þeirra sem eru verst haldnir. Þessir sjúklingar eru ekki bara viðskiptavinir heldur halda þeir markaðnum gangandi með smásölu á vímuefnum eins og kannabisefnum og MDMA til að eiga sjálfir fyrir kókaíni, amfetamíni eða ópíóíðum sem sprautað er í æð.

Viðskiptavinir þeirra eru ungt fólk og unglingar sem nota vímuefnin þegar þeir eru að skemmta sér. Þeir sjá líka um að flytja vímuefnin milli landa. Þeir eru því veigamikið tannhjól sem heldur markaðnum gangandi. Sérhæfð og veigamikil áfengis- og vímuefnameðferð þeim til handa er því forgangsverkefni þegar ástandið á ólöglega vímuefnamarkaðnum hefur versnað svo mjög og biðlistinn á sjúkrahúsinu Vogi hefur aldrei verið lengri,“ segir enn fremur í ársskýrslunni.

mbl.is