Engin áform um að hætta við próf

Í Danmörku ræða menn hvort rétt sé að fella niður …
Í Danmörku ræða menn hvort rétt sé að fella niður stúdentspróf. Slíkt er ekki í umræðunni hér. mbl.is/Golli

Til umræðu er nú í Danmörku að fella niður komandi stúdentspróf vegna þess ástands sem skapast hefur í skólamálum í kjölfar útbreiðslu kórónuveiru. Er ástæða þess meðal annars sögð mikið álag á nemendur í fjarkennslu, einkum þá sem standa höllum fæti fyrir.

Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands, segir engin áform um slíkt hér á landi. Allir framhaldsskólar geri ráð fyrir að ljúka önninni á hefðbundnum tíma með prófi eða mati á stöðu nemenda.

„Skólarnir eru mjög ólíkir, sumir eru með lítil sem engin próf á meðan aðrir eru með mikla prófahefð og þannig verður það áfram,“ segir hann og bætir við að skólastarf síðastliðnar vikur hafi „gengið vonum framar“.