Verkalýðsdagurinn færist yfir á netið
„Þessi dagur skiptir margt fólk alveg ofboðslega miklu máli, en ég hef fulla trú á því að við getum haldið honum á lofti í ár og innan ASÍ er þegar hafin vinna við að finna leiðir til þess,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við Morgunblaðið.
Greint var frá því á mbl.is að sóttvarnalæknir hafi lagt það til við heilbrigðisráðherra að samkomubanni vegna útbreiðslu kórónuveiru hér á landi yrði aflétt mánudaginn 4. maí næstkomandi. Gera má ráð fyrir að banninu verði aflétt í skrefum. Vegna samkomubanns verða hátíðarhöld í tengslum við alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins, sem haldinn er 1. maí ár hvert, með afar breyttu sniðið, en fjöldasamkomur og kröfugöngur eru ekki leyfðar á meðan samkomubann ríkir. Mun dagurinn að líkindum færast yfir í netheima og sjónvarp.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.