Hvað gerist ef fólk borgar ekki sinn hlut í íbúðinni?

Spurðu lögmanninn | 18. september 2022

Hvað gerist ef fólk borgar ekki sinn hlut í íbúðinni?

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu varðandi fasteignakaup sambúðarfólks. 

Hvað gerist ef fólk borgar ekki sinn hlut í íbúðinni?

Spurðu lögmanninn | 18. september 2022

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu varðandi fasteignakaup sambúðarfólks. 

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu varðandi fasteignakaup sambúðarfólks. 

Sæl Berglind. 

Ef sambúðarfólk kaupir saman íbúð 50/50 en annar aðilinn greiðir ekki sinn hluta og hinn klárar að greiða. Svo er íbúiðin seld fljótlega eftir afsal og sá sem greiddi ekki sín 50% getur staðið á því að fá sín 50% eins og stendur á afsali. Getur hinn aðilinn með einhverju móti fengið sinn hlut sem hann sannarlega greiddi fyrir húsið umfram 50% sem hann fékk við sölu hússins?

Kveðja, 

BB

Góðan dag. 

Skráning eigna gefur almennt sterkar vísbendingar um eignarhluta hvors aðila um sig og sá sem heldur því fram að þinglýst eignarhlutföll séu ekki rétt verður því að sanna það með einhverju móti. Í þessu dæmi ætti að vera unnt að sýna fram á að skráð eignarhlutföll séu ekki í samræmi við raunverulega eign hvors um sig og beri að skipta með öðrum hætti. Slíka sönnun væri hægt að útvega með fyrirliggjandi gögnum, ss bankayfirlitum og millifærslukvittunum. Ef um er að ræða deilur vegna samvistarslita þá ráðlegg ég ykkur eindregið að leita aðstoðar lögmanns við skiptin.

Með kveðju

Berglind Svavarsdóttir lögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur póst HÉR. 

mbl.is