Allt fullkomið með yfirdráttinn í botni

Maríanna Pálsdóttir | 16. september 2023

Allt fullkomið með yfirdráttinn í botni

Maríanna Pálsdóttir snyrtifræðingur á Snyrtistofu Reykjavíkur skrifar um kröfur nútímaforeldra í nýjum pistli á Smartlandi. Hún segir að það sé ágætt að hafa það bak við eyrað að barnið mun aldrei muna eftir legunni í rándýra barnavagninum. 

Allt fullkomið með yfirdráttinn í botni

Maríanna Pálsdóttir | 16. september 2023

Maríanna Pálsdóttir snyrtifræðingur á Snyrtistofu Reykjavíkur.
Maríanna Pálsdóttir snyrtifræðingur á Snyrtistofu Reykjavíkur.

Maríanna Pálsdóttir snyrtifræðingur á Snyrtistofu Reykjavíkur skrifar um kröfur nútímaforeldra í nýjum pistli á Smartlandi. Hún segir að það sé ágætt að hafa það bak við eyrað að barnið mun aldrei muna eftir legunni í rándýra barnavagninum. 

Maríanna Pálsdóttir snyrtifræðingur á Snyrtistofu Reykjavíkur skrifar um kröfur nútímaforeldra í nýjum pistli á Smartlandi. Hún segir að það sé ágætt að hafa það bak við eyrað að barnið mun aldrei muna eftir legunni í rándýra barnavagninum. 

Ég held að mikill minnihluti foreldra tjái sig eða sýni raunveruleikann eins og hann er í foreldra hlutverkinu. Við erum mörg hver að mála upp fullkomna ímynd af þessu mjög svo krefjandi hlutverki. Það vita allir að heimilið getur verið á hvolfi, vaskurinn og þvottahúsið í rústi. Öll orkan fer í að halda heimilinu gangandi en við sýnum það auðvitað aldrei nema kannski örfá okkar sem hafa hugrekki til að sýna réttu myndina!

Flestir foreldrar hljóta að elska þetta hlutverk en fáir viðurkenna að þetta getur líka verið alveg ofboðslega leiðinlegt og krefjandi. Við beinlínis hættum að vera við sjálf í nokkur ár og breytumst á svipstundu í þjóna, leigubílstjóra kennara, hraðbanka, matreiðslumeistara o.s.frv.  Þetta er alls ekkert grín og hefur manni margoft langað til að segja upp þessum hlutverkum og skríða ofan í holu og láta sig hverfa þegar mest lætur í hamaganginum.

Faldar kröfur samfélagsins gagnvart nýbökuðum foreldrum og máttur auglýsinga hefur aldrei náði meira inn á öll svið fólks með netvæðingu og samfélagsmiðlum. Auðvelt er að telja foreldrum trú um að þau þurfi að eignast allt milli himins og jarðar fyrir krílin sín og standast þær væntingar.

Af hverju ætli þetta sé búið að breytast svona mikið? Eru áhrifavaldar og markaðsfulltrúar búðanna búnir að afbaka allt sem getur talist eðlilegt? Fólk er í stöðugum samanburði við aðra foreldra og mæður finna fyrir ósýnilegri pressu að líta út á ákveðin hátt, ákveðnum tíma eftir barneign. Samfélagsmiðlar sýna gjarnan mömmur komnar í mjög gott form fljótlega eftir fæðingu. Þetta er auðvitað hluti af fjölbreytileikanum, en er meira áberandi en hin hliðin og því er auðvelt að detta í samanburðinn.

Ættum við ekki að kappkosta og leggja metnað okkar í það hvernig þú vilt að barnið, sem verður svo unglingur og því næst fullorðin einstaklingur, muni líka við þig á efri árum eftir allt. Mun það segja að þú hafir verið ástríkt og einlægt foreldri? Mættir þú þörfum þess öll uppvaxtarárin og hvattir þau til að gera það sem þau elska? Eða mun barnið muna eftir ykkur í baráttu við að halda einhverri ímynd á lofti? Allt var fullkomið út á við en svo var yfirdrátturinn í botni og peningaáhyggjurnar endalausar um það hvernig ætti að borga næstu afborgun af barnavagninum sem barnið man aldrei eftir að hafa legið í.

mbl.is