Davíð um Arnar og Óskar: „Gjörólíkir persónuleikar“

Dagmál | 4. nóvember 2023

Davíð um Arnar og Óskar: „Gjörólíkir persónuleikar“

„Þeir eru tveir gjörólíkir persónuleikar,“ sagði knattspyrnumaðurinn og Íslandsmeistarinn Davíð Örn Atlason í Dagmálum.

Davíð um Arnar og Óskar: „Gjörólíkir persónuleikar“

Dagmál | 4. nóvember 2023

„Þeir eru tveir gjörólíkir persónuleikar,“ sagði knattspyrnumaðurinn og Íslandsmeistarinn Davíð Örn Atlason í Dagmálum.

„Þeir eru tveir gjörólíkir persónuleikar,“ sagði knattspyrnumaðurinn og Íslandsmeistarinn Davíð Örn Atlason í Dagmálum.

Spilaði fyrir bæði Arnar og Óskar

Davíð Örn, sem er 29 ára gamall, varð tvöfaldur meistari með uppeldisfélagi sínu Víkingi úr Reykjavík á nýliðnu tímabili.

Hann lék með Breiðabliki tímabilið 2021 og er einn af fáum sem hefur spilað fyrir bæði Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga, á ferlinum.

Taktískt mjög ólíkir

„Þeir geta báðir verið rólegir fyrir utan völlinn en Óskar er öskrandi alla æfinguna og mun líflegri og virkari á æfingasvæðinu,“ sagði Davíð Örn.

„Arnar getur alveg látið heyra í sér í leikjum en á æfingum setur hann bara upp æfinguna, fylgist með og stoppar kannski og fer yfir hlutina í rólegheitum. Það er svona helsti munurinn á þeim á æfingasvæðinu.

Taktíst þá eru þeir mjög ólíkir en þeir eru báðir mjög skemmtilegar týpur og ég held að Óskar sé mjög misskilinn. Ég upplifi Óskar sem meiri „maður á mann“ þjálfara en Arnar og hann er í meiri samskiptum við leikmenn, það er allavega mín upplifun.

Ég kann ágætlega við bæði og það er alltaf hægt að leita til Arnars ef það er eitthvað en samskiptin voru meiri við Óskar einhvern veginn,“ sagði Davíð Örn meðal annars.

Viðtalið við Davíð Örn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is