Róleg nótt á veðurstofunni og í Svartsengi

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 10. nóvember 2023

Róleg nótt á veðurstofunni og í Svartsengi

„Það er búið að vera rólegt hjá okkur í nótt. Það er stöðug virkni á Reykjanesskaga en þetta eru allt litlir skjálftar.“

Róleg nótt á veðurstofunni og í Svartsengi

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 10. nóvember 2023

Rekstr­araðilar í Svartsengi; HS Orka sem rekur orkuver á svæðinu, …
Rekstr­araðilar í Svartsengi; HS Orka sem rekur orkuver á svæðinu, Bláa lónið sem rekur baðlón og hótel á svæðinu og Northern light inn hótelið, hafa allir ákveðið að loka tímabundið fyrir umferð að rekstrareiningum sínum og þá hefur Norðurljósvagei við Svartsengi verið lokað af lögreglu. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Það er búið að vera rólegt hjá okkur í nótt. Það er stöðug virkni á Reykjanesskaga en þetta eru allt litlir skjálftar.“

„Það er búið að vera rólegt hjá okkur í nótt. Það er stöðug virkni á Reykjanesskaga en þetta eru allt litlir skjálftar.“

Þetta segir náttúruvársérfræðingur á vakt Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is í bítið. Rúmlega 200 jarðskjálftar hafa mælst frá því á miðnætti, allir undir 2 að stærð.

Tæplega 23.000 skjálftar í hrinunni

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinunnar. Tæplega 23.000 jarðskjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinunni sem hófst 25. október við Þorbjörn.

Stærsti jarðskjálfti þessarar hrinu mældist 4,8 að stærð kl. 00:46 aðfaranótt fimmtudags rétt vestan við Þorbjörn.

Lokað hefur verið fyrir umferð

Rekstr­araðilar í Svartsengi; HS Orka sem rekur orkuver á svæðinu, Bláa lónið sem rekur baðlón og hótel á svæðinu og Northern light inn hótelið, hafa allir ákveðið að loka tímabundið fyrir umferð að rekstrareiningum sínum og þá hefur Norðurljósvagei við Svartsengi verið lokað af lögreglu.

mbl.is