Ólífuolíukaka að hætti Jennifer Garner

Bakstur | 31. júlí 2024

Ólífuolíukaka að hætti Jennifer Garner

Leikkonan Jennifer Garner er dugleg að deila að elda og baka á Instagram-síðu sinni. Hún skellti í ólífuolíuköku með sítrónu í vor en kakan er uppskrift frá Jon & Vinny's sem er einn af hennar uppáhaldsveitingastöðum. 

Ólífuolíukaka að hætti Jennifer Garner

Bakstur | 31. júlí 2024

Leikkonan Jennifer Garner bakaði ólífuolíuköku.
Leikkonan Jennifer Garner bakaði ólífuolíuköku. Samsett mynd

Leikkonan Jennifer Garner er dugleg að deila að elda og baka á Instagram-síðu sinni. Hún skellti í ólífuolíuköku með sítrónu í vor en kakan er uppskrift frá Jon & Vinny's sem er einn af hennar uppáhaldsveitingastöðum. 

Leikkonan Jennifer Garner er dugleg að deila að elda og baka á Instagram-síðu sinni. Hún skellti í ólífuolíuköku með sítrónu í vor en kakan er uppskrift frá Jon & Vinny's sem er einn af hennar uppáhaldsveitingastöðum. 

Ólífuolíukökur eru léttar og fara vel í maga. Sítrónurnar í uppskriftinni gerir kökuna líka sérstaklega sumarlega og appelsínubörkurinn hjálpar til. 

Það er hæglega hægt að borða of mikið af kökunni.
Það er hæglega hægt að borða of mikið af kökunni. Skjáskot/Instagram

Sumarleg ólífuolíukaka með sítrónubragði

Hráefni: 

  • 1 1/2 bolli af ólífuolíu, auk þess þarf meira fyrir formið
  • 3 stór egg
  • 1 1/4 bolli sykur
  • 1 1/4 bolli mjólk
  • 2/3 bolli safi úr sítrónum
  • Börkur af tveimur stórum sítrónum
  • 2 bollar af hveiti
  • 1/2 tsk. matarsódi
  • 1/2 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 msk. Amaro del capo (hér væri líka hægt að nota Grand Marnier)
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. börkur af appelsínu
  • 1/4 hrásykur (ofan á kökuna)
  • Flórsykur (til skrauts)

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180 gráður. 
  2. Setjið olíu og bökunarpappír í smelluform. 
  3. Hrærið eggjum saman við ólífuolíu og sykur þangað til að blandan verður létt og ljós. 
  4. Bætið við mjólk, líkjör, appelsínuberki, sítrónusafa, sítrónuberki og vanilludropum. 
  5. Takið fram aðra skál og blandið saman öllum þurrefnum. Blandið að því búnu rólega blautefnablöndunni út í þurrefnin. Hrærið öllu saman þangað til blandan verður slétt en ekki hafa áhyggjur af nokkrum litlum kögglum hér og þar. 
  6. Hellið deiginu í bökunarformið og stráið hrásykri ofan á deigið. 
  7. Bakið í 50 mínútur til klukkutíma. 
  8. Takið kökuna úr ofninum og látið kólna aðeins. 
  9. Að lokum má strá flórsykri ofan á kökuna og skreyta með sítrónuberki. 

Hér fyrir neðan má sjá Garner baka kökuna.

mbl.is