Trump samþykkir kappræður við Harris á Fox

Trump samþykkir kappræður við Harris á Fox

Don­ald Trump, for­setafram­bjóðandi re­públi­kana, hefur samþykkt að mæta Kamölu Harris, vænt­an­leg­um for­setafram­bjóðanda demó­krata, í kappræðum á Fox News þann 4. september. 

Trump samþykkir kappræður við Harris á Fox

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 | 3. ágúst 2024

Kamala Harris og Donald Trump.
Kamala Harris og Donald Trump. AFP

Don­ald Trump, for­setafram­bjóðandi re­públi­kana, hefur samþykkt að mæta Kamölu Harris, vænt­an­leg­um for­setafram­bjóðanda demó­krata, í kappræðum á Fox News þann 4. september. 

Don­ald Trump, for­setafram­bjóðandi re­públi­kana, hefur samþykkt að mæta Kamölu Harris, vænt­an­leg­um for­setafram­bjóðanda demó­krata, í kappræðum á Fox News þann 4. september. 

„Ég hef komist að samkomulagi við FoxNews um kappræður við Kamölu Harris miðvikudaginn 4. september,“ sagði í færslu Trumps á miðli hans Truth Social. 

Enn er óljóst hvort Harris hafi samþykkt boðið. 

Einnig er möguleiki á að frambjóðendurnir muni mætast hjá ABC News 10. september. Í síðustu viku sagði talsmaður Trump þó „óviðeigandi“ að staðfesta kappræður fyrr en Harris hefur verið formlega valin frambjóðandi demókrata. 

Harris hefur áður sagst tilbúin til að mæta Trump. 

Í færslu Trump sagði að kappræðurnar á Fox News fari fram í Pennsylvaníu og að Bret Baier og Martha MacCullum muni stýra þeim. Þá verði áhorfendur í sal. 

mbl.is