Mikið uppnám eftir leiðtogamissinn

Ísrael/Palestína | 21. september 2024

Mikið uppnám eftir leiðtogamissinn

Mikið uppnám ríkir innan Hisbollah-samtakanna eftir að tveir af leiðtogum hryðjuverkahópsins voru drepnir í loftárás Ísraelsmanna í Líbanon í gær. Þarlend yfirvöld hafa gefið það út að 37 hafi látist í árásinni.

Mikið uppnám eftir leiðtogamissinn

Ísrael/Palestína | 21. september 2024

Frá björgunaraðgerðum eftir loftárásina.
Frá björgunaraðgerðum eftir loftárásina. AFP

Mikið uppnám ríkir innan Hisbollah-samtakanna eftir að tveir af leiðtogum hryðjuverkahópsins voru drepnir í loftárás Ísraelsmanna í Líbanon í gær. Þarlend yfirvöld hafa gefið það út að 37 hafi látist í árásinni.

Mikið uppnám ríkir innan Hisbollah-samtakanna eftir að tveir af leiðtogum hryðjuverkahópsins voru drepnir í loftárás Ísraelsmanna í Líbanon í gær. Þarlend yfirvöld hafa gefið það út að 37 hafi látist í árásinni.

Í kjölfar árásarinnar gáfu ísraelsk yfirvöld út að Ibrahim Aqil, leiðtogi Radwan-hópsins sem er aðgerðaarmur Hisbollah-samtakanna, hafi fallið í árásinni auk nokkurra annarra hátt settra liðsmanna samtakanna.

Aqil stóð meðal annars fyrir sprengjuárás í sendiráði Bandaríkjanna í Líbanon árið 1983.

Hisbollah hefur staðfest dauða Aqil og gefið út að annar háttsettur yfirmaður í samtökunum, Ahmed Mahmud Wahbi, hafi einnig verið drepinn. Hann stýrði aðgerðum samtakanna gegn Ísrael frá upphafi Gasa-stríðsins í október og þar til í byrjun þessa árs.

Þrjú börn meðal þeirra látnu

Firass Abiad heilbrigðismálaráðherra Líbanon hefur gefið út að þrjú börn hafi látist í árás gærdagsins sem var miðuð að neðanjarðarfundarherbergi Hisbollah, en fréttamenn AFP á svæðinu segja að árásin hafi eyðilagt mikið svæði í þéttbýlu íbúahverfi.

Abiad segir að sjúkraflutningafólk hafi verið í alla nótt við að endurheimta lík og bjarga særðum borgurum úr rústum árásarinnar en fjölbýlishús féll í kjölfar hennar.

Árásin er ekki sú fyrsta sem Ísrael stendur fyrir gegn Hisbollah í Líbanon í vikunni en í tveimur árásum, þar sem fjöldi fjarskiptatækja Hisbollah-liða voru sprengd í loft upp, létu 37 lífið.

Árásirnar hafa vakið upp spurningar um öryggisinnviði Hisbollah.

Miklar áhyggjur

Mikilla áhyggja hefur gætt innan alþjóðasamfélagsins vegna aukinnar spennu í Mið-Austurlöndum í kjölfar árása Ísraelshers í Líbanon.

Stephane Dujarric, talsmaður Antonio Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, hefur meðal annars sagt að stofnunin hafi „mjög miklar áhyggjur af aukinni stigmögnun“ vegna ástandsins.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um ástandið í gær.

Ekkert skjól fyrir óvini

Ísraelskir hermenn og Hisbollah-vígamenn hafa barist við landamæri Ísraels og Líbanons síðan stríðið á Gasa hófst 7. október.

Áhersla Ísraelshers hefur þó verið á Hamas-samtökin en nú þegar staða þeirra er orðin mun veikari hefur hún færst í ríkara mæli til Hisbollah-samtakanna.

Varnamálaráðherra Ísraels, Yoav Gallant, hefur sagt að „óvinir“ Ísraels muni ekkert skjól finna, ekki einu sinni í úthverfum Beirút.

Stríðssvæðið stækkað

Talsmaður Ísraelshers hefur þó haldið því fram að ekki sé um að ræða stigmögnun í átökum en Hamas-samtökin taka ekki í sama streng.

Í yfirlýsingu frá samtökunum hafa þau kallað árásirnar í Líbanon „grimmdarlegar og hryðjuverk“.

Þá hafa írönsk yfirvöld, sem styðja fjárhagslega við Hisbollah, sagt að með árásunum séu Ísraelar að „stækka landfræðilegt rými stríðsins“ á Gasa.

mbl.is