Köld norðanátt og frost í kortunum

Veður | 14. nóvember 2024

Köld norðanátt og frost í kortunum

„Þessu vatnsveðri er lokið. Það verður skipt alveg um gír og farið í kalda norðanátt.“

Köld norðanátt og frost í kortunum

Veður | 14. nóvember 2024

Sunnanátt hefur verið um land allt og votviðri einkum hrjáð …
Sunnanátt hefur verið um land allt og votviðri einkum hrjáð íbúa á Vestfjörðum. Það fer þó allt að breytast. mbl.is/Golli

„Þessu vatnsveðri er lokið. Það verður skipt alveg um gír og farið í kalda norðanátt.“

„Þessu vatnsveðri er lokið. Það verður skipt alveg um gír og farið í kalda norðanátt.“

Þetta segir Haraldur Eiríksson veðurfræðingur spurður hvort vatnsveðri á Vestfjörðum fari brátt að linna. Sunnanátt hefur verið um land allt og votviðri einkum hrjáð íbúa á Vestfjörðum. Það fari þó allt að breytast.

Óvissustig hefur verið þar í gildi frá því í fyrrakvöld vegna hættu á grjót- og skriðuföllum en Haraldur segir líklegt að það verði blásið af bráðum og að fundað verði um stöðu mála í fyrramálið.

„Það er að kólna og það á að fara að snjóa þar seinnipart nætur og fara svo yfir í éljagang á morgun og svo er spáð frostveðri á landinu næstu daga.“

Mynd af skriðu yfir veginn um Eyrarhlíð sem tekin var …
Mynd af skriðu yfir veginn um Eyrarhlíð sem tekin var á þriðjudag. Ljósmynd/Veðurstofan Íslands

Appelsínugular og gular viðvaranir

Veðurstofa Íslands varar einnig við illviðri víða um land á morgun en gular og appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út vegna hvassviðris og snjókomu.

Appelsínugular viðvaranir taka gildi klukkan 15 á morgun á Norðurlandi eystra, klukkan 17 á Austurlandi að Glettingi, klukkan 18 á Suðausturlandi og klukkan 20 á Austfjörðum.

Gular viðvaranir taka gildi snemma í fyrramálið.

mbl.is