„Áframhaldandi stórhríð á norðanverðu landinu“

Veður | 15. nóvember 2024

„Áframhaldandi stórhríð á norðanverðu landinu“

„Í kvöld er áframhaldandi stórhríð á norðanverðu landinu og samfelld snjókoma. Þetta heldur áfram í nótt og byrjar að draga úr þessu í fyrramálið,“ segir Marcel de Vrie, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

„Áframhaldandi stórhríð á norðanverðu landinu“

Veður | 15. nóvember 2024

Mikill skafrenningur er á Öxnadalsheiði og skyggni lélegt.
Mikill skafrenningur er á Öxnadalsheiði og skyggni lélegt. Ljósmynd/Jóna Stefanía Guðlaugsdóttir

„Í kvöld er áframhaldandi stórhríð á norðanverðu landinu og samfelld snjókoma. Þetta heldur áfram í nótt og byrjar að draga úr þessu í fyrramálið,“ segir Marcel de Vrie, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

„Í kvöld er áframhaldandi stórhríð á norðanverðu landinu og samfelld snjókoma. Þetta heldur áfram í nótt og byrjar að draga úr þessu í fyrramálið,“ segir Marcel de Vrie, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Gul veðurviðvörun er í gildi þar til í fyrramálið á norðvestanverðu landinu þar sem vindur getur náð upp í 15-20 m/s. Á vef Veðurstofu Íslands segir að líkur séu á samgöngutruflunum og að varasamt sé að vera á ferðinni. 

Vindhviður yfir 35 m/s

Að sögn Marcels eru veðurskilyrði góð sunnan heiða og mun haldast þurrt í nótt og á morgun. 

Á Austurlandi, Suðausturlandi og Norðurlandi eystra eru appelsínugular veðurviðvaranir í gildi. Á Norðurlandi eystra er spáð 18-23 m/s með snjókomu og lélegu skyggni þar sem miklar líkur eru á samgöngutakmörkunum.   

Á Austurlandi að Glettingi getur vindur farið upp í 20-25 m/s í nótt en dregur úr vindi. Sömuleiðis getur vindur farið upp í 20-28 m/s á Suðausturlandi og geta vindhviður farið yfir 35 m/s. Draga fer úr vindi suðaustanlands um hádegi á morgun. 

mbl.is