Illviðri gengur yfir landið í dag

Veður | 15. nóvember 2024

Illviðri gengur yfir landið í dag

Eftir langan hlýindakafla á landinu hefur veðrið skipt um gír og fram undan er vetrarveður. Veðurspá fyrir daginn í dag er ekki beint kræsileg en spáð er að norðvestan illviðri gangi yfir landið í dag.

Illviðri gengur yfir landið í dag

Veður | 15. nóvember 2024

Gular og appelsínugular viðvaranir eru á landinu í dag.
Gular og appelsínugular viðvaranir eru á landinu í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Eftir langan hlýindakafla á landinu hefur veðrið skipt um gír og fram undan er vetrarveður. Veðurspá fyrir daginn í dag er ekki beint kræsileg en spáð er að norðvestan illviðri gangi yfir landið í dag.

Eftir langan hlýindakafla á landinu hefur veðrið skipt um gír og fram undan er vetrarveður. Veðurspá fyrir daginn í dag er ekki beint kræsileg en spáð er að norðvestan illviðri gangi yfir landið í dag.

Gular viðvaranir tóku gildi suðvestantil  í morgun og verða til hádegis en til klukkan 15 á Vestfjörðum. Appelsínugular viðvaranir taka síðan gildi á norðan- og austanverðu landinu eftir hádegi og verða í gildi fram á laugardagsmorgun.

Veðurspá dagsins er sú að það gengur í norðvestan 15-23 m/s með éljum, en snjókomu um landið norðanvert. Úrkomulítið verður sunnan heiða síðdegis og dregur úr vindi vestanlands. Hiti nálægt frostmarki. Norðvestan 20-28 m/s á Suðausturlandi og Austfjörðum í kvöld.

Á morgun verður norðan 8-15 m/s, en 15-23 austanlands fram eftir degi. Snjókoma með köflum, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Dregur úr ofankomu seinnipartinn, hiti um eða undir frostmarki.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is