Óvissustigi á Vestfjörðum aflýst

Veður | 15. nóvember 2024

Óvissustigi á Vestfjörðum aflýst

Óvissustigi á Vestfjörðum vegna grjóthrunshættu og skriðufalla sem hefur verið síðustu daga hefur verið aflýst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum á Facebook.

Óvissustigi á Vestfjörðum aflýst

Veður | 15. nóvember 2024

Unnið að hreinsun á veginum um Eyrarhlíð.
Unnið að hreinsun á veginum um Eyrarhlíð. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Óvissustigi á Vestfjörðum vegna grjóthrunshættu og skriðufalla sem hefur verið síðustu daga hefur verið aflýst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum á Facebook.

Óvissustigi á Vestfjörðum vegna grjóthrunshættu og skriðufalla sem hefur verið síðustu daga hefur verið aflýst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum á Facebook.

Þar kemur fram að veðuraðstæður og veðurspá fyrir Vestfirði hafi batnað en kólnað hefur í veðri og úrkoma breyst í snjó. Vegagerðin heldur áfram að hreinsa aur af veginum um Eyrarhlíð, vegrásir og nánasta umhverfi og eru vegfarendur um veginn hvattir til að sýna þeim sem þar eru við vinnu tillitsemi.

Gul viðvörun er í gildi fram eftir degi á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum og síðan áfram á Ströndum. 

mbl.is