#49. - Hvert stefnir hugur Þorgerðar?

Spursmál | 19. nóvember 2024

#49. - Hvert stefnir hugur Þorgerðar?

Nýjasti gestur Spursmála er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Í þættinum var hún meðal annars spurð út í fullyrðingar frambjóðenda flokksins þess efnis að flokkurinn geri aðildarviðræður að ESB að skilyrði.

#49. - Hvert stefnir hugur Þorgerðar?

Spursmál | 19. nóvember 2024

Nýjasti gestur Spursmála er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Í þættinum var hún meðal annars spurð út í fullyrðingar frambjóðenda flokksins þess efnis að flokkurinn geri aðildarviðræður að ESB að skilyrði.

Nýjasti gestur Spursmála er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Í þættinum var hún meðal annars spurð út í fullyrðingar frambjóðenda flokksins þess efnis að flokkurinn geri aðildarviðræður að ESB að skilyrði.

Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag en upptöku af honum má nálgast í spilaranum hér að ofan, á Spotify og YouTube.

Fylgið fer með himinskautum

Flokkur Þorgerðar Katrínar fer mikinn í skoðanakönnunum þessa dagana og margt sem bendir til þess að hún verði í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum þann 30. nóvember næstkomandi. Hvert stefnir hugur hennar?

Það kemur allt í ljós í þessum 49. þætti Spursmála.

Hverjar eru líkurnar?

Í þættinum var einnig rætt við Brynjólf Gauta Guðrúnar Jónsson, doktorsnema í tölfræði við Háskóla Íslands, en hann hefur í félagi við nokkra samstarfsmenn komið upp kosningaspálíkani á heimasíðunni www.metill.is. Þar er spáð fyrir um hvernig kosningarnar muni fara.

Honum til fulltingis í þættinum var Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði. Rýndi hann meðal annars í tölfræðina frá Brynjólfi og fór yfir stöðuna í stjórnmálunum almennt.

Ekki missa af upplýsandi og spennandi kosningaumræðu í Spursmálum hér á mbl.is klukkan 14 alla þriðjudaga og föstudaga fram að kosningum.

Eiríkur Bergmann og Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson rýna í tölur …
Eiríkur Bergmann og Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson rýna í tölur og spá í spilin. Þorgerður Katrín stendur fyrir máli sínu og ræðir stefnu Viðreisnar í málaflokkum af ýmsu tagi, allt frá útlendingamálum til gjaldmiðilsmála. Kristófer Liljar
mbl.is