Það var brunagaddur á nokkrum stöðum inn til landsins í nótt og hátt í 20 stiga frost mældist á nokkrum veðurathugunarstöðum Veðurstofu Íslands.
Það var brunagaddur á nokkrum stöðum inn til landsins í nótt og hátt í 20 stiga frost mældist á nokkrum veðurathugunarstöðum Veðurstofu Íslands.
Það var brunagaddur á nokkrum stöðum inn til landsins í nótt og hátt í 20 stiga frost mældist á nokkrum veðurathugunarstöðum Veðurstofu Íslands.
Sáta, ein af sjálfvirkum veðurathugunarstöðvum Veðurstofunnar á hálendinu, sýndi 19,2 stiga frost á mælinum og við Mývatn og á Grímsstöðum á Fjöllum mældist 18,8 stiga frost.
Segja má að vetur konungur hafi tekið völdin en eftir langan hlýindakafla þar sem hitamet var slegið í nóvember í síðustu viku þegar hitinn mældist 23,8 stig á mæli Veðurstofunnar við Kvísker, austan við Öræfajökul, er kuldi í kortunum.
Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það dragi eitthvað úr frostinu í dag þar sem bætir í vind en reikna megi með svipuðu veðri næstu dagana.
„Vind lægir á morgun og annað kvöld og þá mun herða á frostinu inn til landsins. Það verða víða tveggja stiga frosttölur annað kvöld og aðra nótt,“ segir Hrafn við mbl.is.
Hann segir að næstu daga verði áfram norðan og norðaustan áttir með björtu veðri sunnan heiða en él og snjókoma á Norður- og Austurlandi.
„Það er ekki að sjá annað en að við verðum í vetrargírnum fram yfir næstu helgi í það minnsta,“ segir Hrafn.