Trump mun skipa sjónvarpslækninn Dr. Oz

Trump mun skipa sjónvarpslækninn Dr. Oz

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur tilkynnt að hann muni skipa Mehmet Oz, einnig þekktur sem sjónvarpslæknirinn Dr. Oz, til að fara fyrir embætti sjúkratrygginga Bandaríkjanna (CMC).

Trump mun skipa sjónvarpslækninn Dr. Oz

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti | 20. nóvember 2024

Mehmet Oz.
Mehmet Oz. AFP/Angela Weiss

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur tilkynnt að hann muni skipa Mehmet Oz, einnig þekktur sem sjónvarpslæknirinn Dr. Oz, til að fara fyrir embætti sjúkratrygginga Bandaríkjanna (CMC).

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur tilkynnt að hann muni skipa Mehmet Oz, einnig þekktur sem sjónvarpslæknirinn Dr. Oz, til að fara fyrir embætti sjúkratrygginga Bandaríkjanna (CMC).

Oz er hjartaskurðlæknir sem gerði garðinn frægan með sjónvarpsþáttum sínum „The Dr. Oz Show“ og mætti 55 sinnum í þátt Oprah Winfrey.

Hann var frambjóðandi repúblikana í Pennsylvaníu til öldungadeildar Bandaríkjaþings árið 2022 en laut í lægra haldi fyrir demókratanum John Fetterman.

Trump: „Kannski enginn læknir hæfari“

„Bandaríkin standa frammi fyrir heilbrigðiskrísu og það er kannski enginn læknir hæfari og færari en Oz til að gera Bandaríkin heilbrigð á ný,“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth Social.

Trump stendur fyrir aftan Oz á kosningafundi.
Trump stendur fyrir aftan Oz á kosningafundi. AFP/Ed Joners

Oz mun sem stjórnandi CMS stýra alríkisstofnun sem um 160 milljónir Bandaríkjamanna eru sjúkratryggðir hjá í gegnum Medicare og Medicaid.

Oz er sonur tyrkneskra innflytjenda og hefur aldrei gegnt opinberum embættum áður, en hefur verið tryggur bandamaður Trumps sem studdi hann í framboði hans til öldungadeildarinnar.

Mun vinna náið með Kennedy

AFP-fréttaveitan segir að ráðleggingar Oz þegar kemur að Covid-19 og megrun hafi þótt umdeildar og hafi verið gagnrýndar af öðrum í heilbrigðisstéttinni.

Stutt er síðan Trump tilkynnti að hann myndi tilnefna Robert F. Kenn­e­dy yngri, fyrr­verandi mót­fram­bjóðanda sinn, í stöðu heil­brigðisráðherra. Kenn­e­dy er þekkt­ur fyr­ir um­deild­ar skoðanir sín­ar og efa­semd­ir um ágæti bólu­setn­ing­a.

Robert F. Kennedy yngri.
Robert F. Kennedy yngri. AFP

„Dr. Oz mun vinna náið með Robert F. Kennedy yngri að því að takast á við sjúkdómaiðnaðarkerfið (e. Illness industrial complex) og alla þá hræðilegu langvinnu sjúkdóma vegna þess,“ sagði Trump á Truth Social. 

mbl.is