Vinstri græn vilja hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Einnig kemur til greina að koma á komu eða brottfarargjöldum.
Vinstri græn vilja hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Einnig kemur til greina að koma á komu eða brottfarargjöldum.
Vinstri græn vilja hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Einnig kemur til greina að koma á komu eða brottfarargjöldum.
„Mér finnst að við þurfum að horfa á að ferðaþjónustan gefi meira til samfélagsins,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, oddviti VG í Suðvesturkjördæmi.
Flokkurinn vill einnig setja frekari hömlur á skammtímahúsnæði og koma á leigubremsu. Þá kemur til greina að skattleggja þá sem eiga margar íbúðir enn frekar.
Að mati Guðmundar Inga er allt of mikið um skattaundanskot. Fara þarf í aðgerðir og auka þarf eftirlit til að koma í veg fyrir þetta.
„Þetta eru einhverjir tugir milljarða sem koma ekki inn í ríkissjóð. Það er eitthvað sem ætti að geta komið við okkur öll. Það er ósanngjarnt.“