Guðmundur Ingi Kristinsson, oddviti Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi, leggur áherslu á að hækka frítekjumark almannatrygginga upp í 450 þúsund krónur.
Guðmundur Ingi Kristinsson, oddviti Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi, leggur áherslu á að hækka frítekjumark almannatrygginga upp í 450 þúsund krónur.
Guðmundur Ingi Kristinsson, oddviti Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi, leggur áherslu á að hækka frítekjumark almannatrygginga upp í 450 þúsund krónur.
Þá vill hann einnig útrýma fátækt meðal barna og segir ólíðandi að börn þurfi að bíða eftir hinni ýmsu þjónustu, meðal annars eftir greiningu og geðheilbrigðisþjónustu.
„Það er verið að eyðileggja framtíðina fyrir þessu fólki, bæði barninu og fjölskyldunni. Við erum að framleiða öryrkja á færibandi inn í framtíðina. Hættum þessu. Eitt barn á biðlista er einu barni of mikið.“
Hann segir nauðsynlegt að skera niður biðlista í heilbrigðiskerfinu. Hann er ekki andvígur því að einkaaðilar fái að sinna heilbrigðisþjónustu.
„Ef við erum með einhvern aðila sem er tilbúinn að gera hlutina á sama verði eða minna verði en opinberi aðilinn er að gera, leyfum honum að gera það,“ segir Guðmundur Ingi.