Vilja flytja út fyrir fimmtugt

Alþingiskosningar 2024 | 22. nóvember 2024

Vilja flytja út fyrir fimmtugt

Gísli Rafn Ólafsson, sem skipar annað sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi, segir húsnæðismál, loftslagsmál og samgöngumál brenna á ungu fólki.

Vilja flytja út fyrir fimmtugt

Alþingiskosningar 2024 | 22. nóvember 2024

Gísli Rafn Ólafsson, sem skipar annað sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi, segir húsnæðismál, loftslagsmál og samgöngumál brenna á ungu fólki.

Gísli Rafn Ólafsson, sem skipar annað sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi, segir húsnæðismál, loftslagsmál og samgöngumál brenna á ungu fólki.

„Það vill flytja út fyrir fimmtugt,“ segir hann og vísar í orð ungmennis sem hann ræddi við á dögunum.

Hann segir Pírata vilja auka framboð á húsnæðismarkaði m.a. með því að takmarka skammtímaleigu, sem hann segir aðallega ferðamenn nýta sér.

„Þarna eru rúmlega 4.000 íbúðir hérna á höfuðborgarsvæðinu sem væri hægt að koma hratt inn á markaðinn án þess að fara í það að byggja upp eða slíkt. Við viljum gera það með skattalegum hvötum og reglum,“ segir hann.

Gísli Rafn vill fara í „réttlát umskipti“ í loftslagsmálum, hætta svokallaðri „stóriðjustefnu“ og segir sjókvíaeldi í brothættum byggðum vera mengandi og ekki sjálfbært. Píratar vilja banna eldi í opnum kvíum

mbl.is