Vill grjótharðar aðhaldsaðgerðir

Alþingiskosningar 2024 | 22. nóvember 2024

Vill grjótharðar aðhaldsaðgerðir

Miðflokkurinn vill fá nýja heildstæða löggjöf í útlendingamálum til að taka betur á málaflokknum. Flokkurinn vill að enginn komi hingað til lands að sækja um alþjóðlega vernd.

Vill grjótharðar aðhaldsaðgerðir

Alþingiskosningar 2024 | 22. nóvember 2024

Miðflokkurinn vill fá nýja heildstæða löggjöf í útlendingamálum til að taka betur á málaflokknum. Flokkurinn vill að enginn komi hingað til lands að sækja um alþjóðlega vernd.

Miðflokkurinn vill fá nýja heildstæða löggjöf í útlendingamálum til að taka betur á málaflokknum. Flokkurinn vill að enginn komi hingað til lands að sækja um alþjóðlega vernd.

„Það er engin ástæða til að etja fólki í þá hættuför. Fólk sækir um á sínum nærsvæðum og við tökum þá við þeim fjölda sem við ráðum við að hjálpa og aðlaga samfélaginu. Við styðjum þá frekar við á nærsvæðum átaka til að hjálpa fleirum,“ segir Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Þá vill flokkurinn fara í „grjótharðar aðhaldsaðgerðir“ og niðurskurð þar sem svigrúm og tilefni er til. Að mati Bergþórs er umtalsverð sóun í opinbera kerfinu.

Segir hann meðal annars svigrúm til að fækka opinberum starfsmönnum og hagræða í heilbrigðiskerfinu. Komist Miðflokkurinn í ríkisstjórn mun flokkurinn fá óháðan aðila utan stjórnkerfisins til að aðstoða sig við þessar aðhaldsaðgerðir.

mbl.is