Vill selja hlut í Landsbankanum

Alþingiskosningar 2024 | 22. nóvember 2024

Vill selja hlut í Landsbankanum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, er varaformaður flokksins og utanríkisráðherra Íslands.

Vill selja hlut í Landsbankanum

Alþingiskosningar 2024 | 22. nóvember 2024

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, er varaformaður flokksins og utanríkisráðherra Íslands.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, er varaformaður flokksins og utanríkisráðherra Íslands.

Hún segir að vextir og verðbólga, heilbrigðismál, húsnæðismál og öryggi í samfélaginu sé þau mál sem brenni helst á kjósendum sem hún hefur rætt við í aðdraganda kosninga.

„Við þurfum ekki að hækka skatta, við þurfum ekki að auka ríkisútgjöld,“ segir hún.

Þórdís segir mikilvægt að einfalda efnahagsreikning ríkisins, fækka ríkisstofnunum og hefja söluferli í Landsbankanum. Hún vill afnema einokun ÁTVR, brjóta upp Íslandspóst og bjóða út þann rekstur.

„Við erum með 160 stofnanir, sem er fráleitt,“ segir hún.

Þórdís segir Ísland þurfa að vera á tánum í öryggismálum. Hún bendir á að 0,1% af vergri landsframleiðslu sé ráðstafað í varnarmál, sem henni þykir allt of lítið.

mbl.is