Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið

Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur útnefnt milljarðamæringinn og vogunarsjóðsstjórann, Scott Bessent, sem næsta fjármálaráðherra.

Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti | 23. nóvember 2024

Scott Bessent árið 2017.
Scott Bessent árið 2017. AFP

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur útnefnt milljarðamæringinn og vogunarsjóðsstjórann, Scott Bessent, sem næsta fjármálaráðherra.

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur útnefnt milljarðamæringinn og vogunarsjóðsstjórann, Scott Bessent, sem næsta fjármálaráðherra.

Bessent er framkvæmdastjóri vogunarsjóðsins KeySquareGroup og hefur verið ráðgjafi Trumps. 

Hann hefur hvatt til framlengingar á skattalækkunum frá fyrsta kjörtímabili Trumps og vill endurvekja yfirráð Bandaríkjanna í orkumálum. Þá telur hann nauðsynlegt að leiðrétta halla ríkissjóðs. 

„Scott nýtur mikillar virðingar sem einn fremsti alþjóðlegi fjárfestir heims,“ sagði í tilkynningu Trumps. 

„Hann mun hjálpa mér að hefja nýja gullöld fyrir Bandaríkin er við styrkjum stöðu okkar sem leiðandi efnahagskerfi heimsins.“

Þá sagði Trump að Bessent myndi hjálpa til við að endurvekja einkageirann og leiðrétta rekstrarhalla alríkisins. 

Bessent býr í Suður-Karólínu ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum. 

mbl.is