Einhver vandræðagangur var á ferðamönnum í nágrenni við gosstöðvarnar í nótt og aðstæður í Svartsengi eru viðsjárverðar.
Einhver vandræðagangur var á ferðamönnum í nágrenni við gosstöðvarnar í nótt og aðstæður í Svartsengi eru viðsjárverðar.
Einhver vandræðagangur var á ferðamönnum í nágrenni við gosstöðvarnar í nótt og aðstæður í Svartsengi eru viðsjárverðar.
Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is.
„Það var svona smá vandræðagangur í kringum ferðamenn,“ segir hann og útskýrir að það hafi aðallega verið á gatnamótum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar.
Í myrkrinu getur verið erfitt fyrir ökumenn að taka eftir ferðamönnum sem eru ekki með endurskinsmerki og Úlfar segir að það þetta þurfi að hafa eftirlit með.
„Þeir eru kannski fyrst og síðasta ógn við aðra umferð. Þetta eru bara svartar manneskjur sem birtast skyndilega í ljósgeislunum. Ég varð bara vitni að því sjálfur,“ segir hann.
Þó hefur allt blessast að hans sögn.
Hann segir að aðstæður í Svartsengi séu viðsjárverðar vegna hraunsins sem rennur með fram varnargarðsins.
„Hraunið er orðið ansi þykkt og það er unnið að því að hækka þennan varnargarð,“ segir hann.
Hann segir að áhyggjur séu af þessu og því sé unnið daga og nætur við það að hækka varnargarðinn.
„Það er bara mjög stöðug virkni í þessu eldgosi þótt að það sé kannski ekki jafn tignarlegt að sjá frá Reykjanesbrautinni,“ segir Úlfar.