Enn gýs á þremur afmörkuðum svæðum á gossprungunni á Sundhnúkagígaröðinni og er mesta virknin staðsett um miðbik hennar.
Enn gýs á þremur afmörkuðum svæðum á gossprungunni á Sundhnúkagígaröðinni og er mesta virknin staðsett um miðbik hennar.
Enn gýs á þremur afmörkuðum svæðum á gossprungunni á Sundhnúkagígaröðinni og er mesta virknin staðsett um miðbik hennar.
Í tilkynningu frá náttúruvávakt Veðurstofunnar segir að virknin hafi haldist nokkuð stöðug í nótt á heildina litið.
Gosórói er stöðugur og engir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu.
„Á nærliggjandi GPS stöðvum mælist landsig, því meiri kvika streymir upp á yfirborð en nær að safnast fyrir í kvikuhólfi,“ segir í tilkynningunni.
Enn streymir hraun til vesturs frá miðju gígunum og rennur það meðfram varnargörðum við Svartsengi og Bláa Lónið og þykknar.
Einnig rennur hraun til norðurs og austurs frá nyrstu og syðstu gígum.
Áfram er spáð nokkuð stífri norðaustanátt á svæðinu svo gasmengun berst mestmegnis til suðurvesturs og gæti orðið vart við gosmengun í Grindavík í dag.