Veðurspáin fyrir laugardaginn þegar Íslendingar ganga að kjörborðinu í Alþingiskosningum lítur ekki vel út.
Veðurspáin fyrir laugardaginn þegar Íslendingar ganga að kjörborðinu í Alþingiskosningum lítur ekki vel út.
Veðurspáin fyrir laugardaginn þegar Íslendingar ganga að kjörborðinu í Alþingiskosningum lítur ekki vel út.
„Spáin núna lítur ekkert sérstaklega vel út. Það er spáð hvassri norðaustan átt með hríð á stórum hluta landsins,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. Hann segir hins vegar að spáin sé það langt fram í tímann að það séu líkur á að hún geti tekið breytingum.
„Eins og spáin horfir við mér núna verður veðrið skást á höfuðborgarsvæðinu og verst á Norðvesturlandi,“ segir hann.
Birgir segir að ef veðurspáin gangi eftir þá sé líklegt að það geti skapast vandræði vegna ófærðar sem gæti leitt til þess að tefja flutning atkvæða til talningastaða.
Einar Jónsson, staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að þegar hafi 17.100 manns kosið utan kjörfundar.